fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Milner opinberar hvað var sagt í samskiptum sínum við Messi

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. desember 2022 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Milner segir skemmtilega sögu af samskiptum sínum við Lionel Messi í þætti á Amazon.

Þeir félagar áttust við í leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeild Evrópu árið 2019. Milner tæklaði Messi ansi hressilega í leiknum.

„Hann er auðvitað magnaður. Fyrir mér er hann besti leikmaður sögunnar. Ef þú leyfir svoleiðis leikmönnum að gera hlutina á sinn hátt og sýnir þeim of mikla virðingu munu þeir stjórna leiknum,“ segir Milner.

„Hann talaði aðeins við mig á spænsku. Hann kallaði mig asna og sagði: Þetta er bara af því ég klobbaði þig.“

Ben Foster, sem tók viðtalið við Milner, var steinhissa á þessu en kappinn kippti sér alls ekki upp við ummæli Messi og taldi hann eiga innistæðu fyrir þeim.

„Ef ég á að vera hreinskilinn finnst mér hann geta sagt það sem hann vill.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið
433Sport
Í gær

Guardiola með djarfa spá – Gæti orðið sá besti í heimi í þessari stöðu

Guardiola með djarfa spá – Gæti orðið sá besti í heimi í þessari stöðu
433Sport
Í gær

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“
433Sport
Í gær

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina