fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Ummæli Gerrard eldast skelfilega eftir atburði síðustu daga

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 24. desember 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að gömul ummæli Steven Gerrard eldist illa eftir atburði síðustu daga. Þar bar hann saman Joe Cole og Lionel Messi.

Cole og Gerrard voru liðsfélagar hjá Liverpool frá 2010 til 2013. Sá fyrrnefndi kom til félagsins frá Chelsea.

„Messi getur gert ótrúlega hluti en allt sem hann getur gert getur Joe gert jafn vel, ef ekki betur,“ sagði Gerrard þegar þeir voru liðsfélagar.

„Hann kom okkur mikið á óvart á æfingum með tilþrifum sínum með golfbolta sem flestir leikmenn geta ekki gert með fótbolta.“

Ummælin eldast ansi illa. Messi varð á dögunum heimsmeistari með argentíska landsliðinu eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik HM í Katar.

Þar með vilja margir meina að endanlega megi staðfesta að hann sé besti knattspyrnumaður sögunnar.

Gerrard er mesta goðsögn í sögu Liverpool en hann lagði skóna á hilluna árið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad