fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

„Rakalausum og villandi upplýsingum Eflingar hefur verið hafnað af félagsfólki“

Eyjan
Mánudaginn 19. desember 2022 14:20

Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) fagnar því að mikill meirihluti í aðildarfélögum SGS hafi samþykkt nýjan kjarasamning, eða alls tæplega 85,74 prósent. Þetta hafi tekist þrátt fyrir „miklar tilraunir forystumanna Eflingar til að hafa neikvæð áhrif á niðurstöðu kosningarinnar með því að dæla út röngum og villandi upplýsingum um innihald og ágæti kjarasamningsins.“

Vilhjálmur segir Eflingu engu hafa sparað til við að reyna að afvegaleiða félagsmenn SGS og skemma kosninguna.

„Þessi skemmdarverk voru meira að segja byrjuð áður en skrifað var undir nýjan kjarasamning og nægir að nefna í því samhengi að gögnum var lekið út þegar viðræður SGS við SA [Samtök atvinnulífsins] voru á viðkvæmu stigi.“

Vilhjálmur segir að skemmdarverkin hafi haldið áfram af fullum þunga eftir að skrifað var undir samninginn. Sem dæmi hafi stjórn Eflingar sent frá sér ályktun um skaðsemi samningsins og hafi sú ályktun birst á sömu mínútu og kosningar hófust.

„Þetta var ekki það eina heldur var Stefán Ólafsson prófessor sem jafnframt er starfsmaður Eflingar fenginn til að finna kjarasamningnum nánast allt til foráttu og núna um helgina kom grein frá formanni Eflingar sem hafði sama hlutverk sem var að afvegaleiða umræðuna og reyna að hafa neikvæð áhrif á kosninguna“

Sem betur fer hafi félagsmen Verkalýðsfélags Akraness séð í gegnum þessa framkomu eftir að hafa kynnt sér samninginn. Samþykkt samningsins staðfestir að félagsmenn séu nokkuð sáttir við þær launahækkanir sem samið hefur verið um.

„Einnig kunni félagsfólk að meta það að þetta var nánast í fyrsta skipti sem launahækkanir gilda frá þeim tíma sem eldri samningur rann út og var ekki að tapa launahækkun sökum dráttar á því að gengið væri frá nýjum samningi eins og ætíð hefur verið á hinum almenna vinnumarkaði“

„Rakalausum og villandi upplýsingum Eflingar hefur verið hafnað af félagsfólki Starfsgreinasambands Íslands vítt og breitt um landið og öllu tali Eflingar um „samstöðuleysi“ er vísað til föðurhúsa enda ákvað Efling að skila ekki samningsumboði til SGS heldur tók meðvitaða ákvörðun um að vilja semja eitt og sér.“

Vilhjálmur segist þó óska Eflingu velfarnaðar í að ganga frá nýjum kjarasamningi „og SGS mun aldrei leggjast niður á þeirra lágaplan að reyna að afvegaleiða félagsfólk Eflingar með röngum og villandi upplýsingum þegar þau ganga frá sínum kjarasamningi. Efling tók ákvörðun um að vilja semja eitt og sér og þá niðurstöðu virði ég sem formaður SGS algerlega, enda liggur samningsrétturinn hjá hverju stéttarfélagi fyrir sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að