fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Ingólfur kemur fólkinu í kynlífsmyndbandinu til varnar – „Þetta er sjúklega algengt og mun halda áfram að gerast“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 9. desember 2022 08:56

Ingólfur Valur. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klámstjarnan Ingólfur Valur Þrastarson kemur fólkinu sem tók upp kynlífsmyndband í sjúkrabifreið frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu til varnar. Hann segir að um gott fólk sé að ræða og að aðrir hafi ekkert erindi að dæma þau fyrir atvikið, þar sem hann viti til þess að fjölmargir stundi kynlíf á sínum vinnustöðum.

Ingólfur Valur lætur reglulega í sér heyra og er óhræddur að standa vörð um kollega sína í íslenska klámstjörnuheiminum. Í samtali við DV í apríl síðastliðnum sagðist hann brenna fyrir réttindum kynlífsverkafólks og framleiðslu á siðferðislegu klámi.

Sjá einnig: Íslenska OnlyFans-samfélagið nötrar – Gagnrýnir aðila sem er sakaður um „melludólgshátt“

Ingólfur tjáði sig um málið sem er á vörum landsmanna þessa stundina. Tveir aðilar tóku upp kynlífsmyndband í sjúkrabifreið í eigu SHS og annar þeirra, sem er klámstjarna, seldi myndbandið á Snapchat. Eftir að málið komst upp missti slökkviliðs- og sjúkraflutningamaðurinn vinnuna.

„Ég ætla að biðja fjölmiðla um að hætta að spila með líf kynlífsverkafólks. Það eru nógu miklir fordómar í samfélaginu nú þegar. Og það er engin ástæða til að bæta í það. Þessar fréttir hafa áhrif á líf fólks. Ég held þið skiljið ekki hvað það er nú þegar mikil útskúfun fyrir fólk eins og okkur, meira segja frá „okkar nánustu.“ Og í staðinn fyrir að bæta í það, hvernig væri að vinna í að lögleiða þetta? Þannig creators gætu spurt um leyfi fyrir tökustöðum. Án þess að vera dæmd eða útskúfuð,“ segir hann í Story á Instagram.

„Kannski gott að minna alla á það, að sama hversu mikið þið „fyrirlítið“ okkur þá erum við samt öll mennsk. Og við erum ekkert verri en þið hin.“

Skjáskot/Instagram

„Af hverju gildir það ekki fyrir ofbeldismenn?“

Ingólfur spyr af hverju umræddur slökkviliðsmaður hafi misst vinnuna en „ofbeldismenn eins og Sölvi Tryggva, Ingó Veðurguð, Auður og fleiri ennþá í sama starfi og það er bara ekkert mál?“

„Enn kynlífsverkafólk missir vinnu fyrir að taka upp „myndband.“ Af hverju gildir það ekki fyrir ofbeldismenn? Af hverju fær kynlífsverkafólk, sem gerir vinnuna sína með samþykki og sátt á öllum aðilum, verri refsingar en ofbeldismenn?“

Segir kynlíf á vinnustöðum algengt

Ingólfur segist tilbúinn að fullyrða að það „er pottþétt einhver búinn að stunda „mök“ á flest öllum vinnustöðum landsins. Nema bara ekki tekið það upp.“

„Hef margoft heyrt fólk tala um að hafa stundað mök á vinnustað, á mörgum mismunandi vinnustöðum, en bara ekki tekið það upp.“

Skjáskot/Instagram

„Þetta er sjúklega algengt. Og mun halda áfram að gerast. Sama hvort þið trúið því eða ekki. Bæði í upptökum og ekki. Það er óhjákvæmilegt.“

Hann segir einnig að það sé „fullt af fólki“ sem tekur upp kynlíf á vinnustöðum en birtir myndbandið ekki á netinu. „Það kæmi fólki sennilega á óvart hversu margir gera það,“ segir hann.

„Það er eins og Ísland sé eitt stórt trúarfélag, þar sem kynlíf er bara fordæmt. Ég þori að veðja að nánast flest ykkar hafið eða þekkið einhvern sem hefur stundað mök á stað sem þið/þau „áttuð“ ekki að gera það. Enn voru 500 manns að dæma ykkur fyrir það alls staðar á samfélagsmiðlum?“

Ingólfur leggur áherslu á að fólkið í kynlífsmyndbandinu sé mennskt. „Þetta er gott fólk og þið hafið engan veginn rétt á því að dæma þau. Fyrir fokking „kynlíf á vinnustað.“ Þar sem ég veit að mjög mörg ykkar hafið pottþétt gert það líka. Sama hvort þið viðurkennið það eða ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda