fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Vilhjálmur segir hækkun barna- og húsnæðisbóta í höfn

Eyjan
Fimmtudaginn 8. desember 2022 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) boðar hækkun á barnabótum og húsnæðisbótum til leigjenda. Frá þessu greinir hann á Facebook.

Hann segir að undanfarið hafi hann verið í samtali við forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, varðandi atriði sem verkalýðshreyfingin hafi verið að vinna að með stjórnvöldum til að styðja við kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði.

„Starfsgreinasamband Íslands hefur lagt mikla áherslu á hækkun barnabóta og nú er ljóst að það er í höfn. Einnig hefur SGS lagt mikla áherslu á að húsnæðisbætur til leigjenda verði auknar og það er einnig ljóst að það er í höfn. Einnig verða skerðingar og eignarmörk í vaxtabótakerfinu hækkaðar til að ná til fleiri sem þurfa á vaxtabótum að halda“

Vilhjálmur segir að það verði einnig fleiri atriði sem komi frá stjórnvöldum til að styðja við samninganna en samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðherra verði þessi atriði og upphæðir tilkynntar opinberlega í síðasta lagi eftir helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Hvernig var passað upp á gögnin sem láku frá sérstökum saksóknara?

Þorbjörg Sigríður: Hvernig var passað upp á gögnin sem láku frá sérstökum saksóknara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Upplifði höfnun eftir kosningarnar og fannst það ósanngjarnt – Segir að síðasta ríkisstjórn hafi setið of lengi

Upplifði höfnun eftir kosningarnar og fannst það ósanngjarnt – Segir að síðasta ríkisstjórn hafi setið of lengi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kunnum ekki, getum ekki, megum ekki

Sigmundur Ernir skrifar: Kunnum ekki, getum ekki, megum ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Undarlegt að kveinka sér undan því að þurfa að mæta til vinnu – ekkert nýtt að veiðigjöldum sé breytt

Þorbjörg Sigríður: Undarlegt að kveinka sér undan því að þurfa að mæta til vinnu – ekkert nýtt að veiðigjöldum sé breytt