fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Gera meiriháttar breytingar á stigagjöfinni í Eurovision í kjölfar svindlsins í ár

Fókus
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meiriháttar breytingar hafa verið gerðar á stigagjöfinni í Eurovision-söngvakeppninni fyrir næsta ár, en Samtök evrópska sjónvarpsstöðva (EBU) hafa tilkynnt að á næsta ári muni stig frá dómnefnd ekki hafa nein áhrif í undanriðlinum heldur aðeins á lokakvöldi keppninnar.

Þessar breytingar koma í kjölfar meints svindls sem átti sér stað í ár þar sem meðlimir sex dómnefnda eru sagðir hafa svindlað og haft samráð sín á milli um hvernig stigunum yrði skipt.

EBU segja að breytingarnar séu líka liður í því að halda keppninni spennandi.

Eins verða þær breytingar gerðar að öll heimsbyggðin fær að velja sitt uppáhalds lag. Það þýðir að áhorfendur ríkja sem ekki taka þátt í keppninni geta kosið sitt uppáhald á netinu. Þessi atkvæði verða talin saman og gefið sama vægi og atkvæðum hvers þátttökuríkis eða með öðrum orðum, heimsbyggðin mætir í atkvæðagreiðsluna sem eitt „auka“ aðildarríki.

Þessi kosning mun eiga sér stað í gengum öruggt svæði á netinu þar sem fólk þarf að nota kreditkort til að mega kjósa.

Í undanriðlinum mun, líkt og áður segir, engin dómnefnd hafa áhrif heldur verða bara atkvæði í gegnum síma, appið eða á netinu sem velja hvaða atriði komast áfram. Dómnefndir munu þó fylgjast með og gefa upp sitt álit sem verður aðeins nýtt til vara ef svo færi að kosning almennings í einhverju þátttökuríki komist ekki til skila.

Dómnefnd mun þó hafa áhrif sem áður á lokakvöldinu. Eina breytingin á lokakvöldinu verður sú að atkvæði heimsbyggðarinnar fá nú að vera með.

Tilkynning EBU um breytingarnar

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Í gær

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Aniston veitir sjaldséða innsýn í einkalíf sitt

Jennifer Aniston veitir sjaldséða innsýn í einkalíf sitt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti