fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Gjörbreyttar kynlífsvenjur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefnumótaöpp eru gulls ígildi ef finna á bólfélaga en þau geta einnig verið ávísun á aðra og óskemmtilegri hluti ef ekki er gætt nægilega vel að hlutunum.

Samkvæmt nýjum tölum frá Bretlandi þá hefur fólki, eldra en 65 ára, tekist að temja sér að finna sér bólfélaga með því að nota stefnumótaöpp. En á móti kemur að fólk í þessum aldurshópi er ekki sérstaklega duglegt við að nota smokka, sérstaklega þegar það er undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í nýrri skýrslu frá Local Government Association. Í henni kemur fram að snjallsímar og stefnumótaöpp hafi á síðasta áratug breytt kynlífsvenjum fólks og því fylgi ákveðnar aukaverkanir.

Fram kemur að frá 2017 til 2019 hafi 20% fleiri, eldri en 65 ára, fengið kynsjúkdóm en áður. Algengustu kynsjúkdómarnir voru lekandi og klamýdía. Rúmlega fjórar milljónir einstaklinga, leituðu til heilbrigðisstarfsfólks á síðasta ári til að fá meðferð við kynsjúkdómum.

The Guardian segir að það ýti undir fjölda smita að oft séu ólögleg vímuefni höfð um hönd.

Á síðasta ári fóru um tvær milljónir Breta, eldri en 65 ára, í rannsókn vegna hugsanlegra kynsjúkdóma. Það voru 19% fleiri en 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“