fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Arnar útskýrir af hverju Valur rifti við Jesper – Hefur áhuga á Patrik en hann er rándýr

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli þegar Valur ákvað á dögunum að rifta samningi sínum við Jesper Juelsgaard.

Danski bakvörðurinn átti ár eftir af samningi sínum en nýr þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson ákvað að félagið myndi nýta sér ákvæðið í samningi danska bakvarðarins.

„Hann er örugglega með þeim betri í fótbolta en þarna kemur hlaupagetan. Þegar maður horfir á þessa tvo þá var þessi hægra megin að hlaupa mun meira framávið. Hann er mjög sterkur á boltann og góður í fótbolta en fyrir mér ef þú ætlar að spila sem bakvörður verður að vera meiri hlaupageta,“ sagði Arnar á Hringbraut í gær.

Arnar Grétarsson
play-sharp-fill

Arnar Grétarsson

„Það getur vel verið að hann fari í annað lið og standi sig frábærlega, þá er það bara eitthvað sem maður verður að kyngja.“

Valur hefur áhuga á að kaupa Patrik Johannesen framherji Keflavíkur líkt og Breiðablik. En samkvæmt heimildum 433.is vill Keflavík fá í kringum 9 milljónir fyrir Patrik.

„Hann er spennandi leikmaður en það þarf alltaf að vera einhver skynsemi í þessu. Það er ekkert auðvelt að sækja leikmenn sem eru á samningi, menn setja háa verðmiða á þá, þó margir haldi að Valur hafi ótakmarkað fjárráð þá er það bara alls ekki þannig, við þurfum að vera skynsamir hvað við gerum við peninginn. Að kaupa leikmann í kringum 10 milljónir er ansi mikið,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slæm tíðindi fyrir Vestra

Slæm tíðindi fyrir Vestra
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta verður stærsta verkefni Slot hjá Liverpool

Þetta verður stærsta verkefni Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Í gær

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
433Sport
Í gær

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
Hide picture