Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, vakti athygli á brottvísuninni í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í gær. „Svona fara íslensk stjórnvöld með fatlað flóttafólk og fjölskyldu þess Lögreglan mætir fyrirvaralaust heim til fólks og frelsissviptir það, setur hluta fjölskyldunnar í gæsluvarðhald og heldur öðrum fjölskyldumeðlimum nauðugum, fyrst á heimilinu, síðan á felustað sem fannst, og núna á flugvellinum!“ segir hún í færslunni.
„Allt til þess að brottvísa þeim á götuna í Grikklandi áður en aðalmeðferð í máli þeirra gegn íslenska ríkinu á að fara fram þann 18. nóvember næstkomandi.“
Með færslunni birtir Sema Erla mynd af lögreglumönnum að draga Hussein með valdi upp úr hjólastólnum sínum. Hún segir að með brottvísuninni sé íslenska ríkið að koma í veg fyrir að Hussein, sem þarf aðstoð við allar daglegar athafnir, geti sótt þingstað og sagt skýrt og satt frá sinni upplifun. „Það vilja íslensk stjórnvöld alls ekki að gerist og því er Hussein sendur til Grikklands, án hjólstóls (hann er með lánsstól hér á landi), þar sem hann mun enga heilbrigðisþjónustu fá og óvíst með hjálpartæki,“ segir hún.
„Þetta er meðferð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á flóttafólki í sérstaklega viðkvæmri stöðu!“
Svona fara íslensk stjórnvöld með fatlað flóttafólk! pic.twitter.com/ldzqNXk42I
— Sema Erla (@semaerla) November 2, 2022
Eins og fyrr segir vaknaði mikil reiði vegna málsins sem margir tjáðu á Twitter, sérstaklega eftir að myndbandi og myndum var deilt af því þegar Hussein var tekin úr hjólastólnum sínum. Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, fyrrverandi ritari Samfylkingarinnar, deildi myndböndum af atvikinu á Twitter-síðu sinni í gær en þau má sjá hér fyrir neðan.
Hussein frá Írak. Síðustu tvö ár hefur hann getað fengið nauðsynlega heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Í dag var öll fjölskyldan hans handtekin. Systurnar gripnar á leið heim úr skólanum. Þau verða nú send til Grikklands. Aðalmeðferð í máli þeirra átti að fara fram 18. nóvember. pic.twitter.com/4BiACxUvoO
— óskar steinn (@oskasteinn) November 2, 2022
Það skiptir máli hver stjórnar. pic.twitter.com/FhZ8F5leHB
— óskar steinn (@oskasteinn) November 2, 2022
Þá hafa fjölmörg tekið til máls og gagnrýnt brottvísunina harðlega. Til dæmis þau Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan, Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður, og tónlistarmaðurinn Logi Pedro.
Andrés Ingi segir til að mynda að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi endanlega farið yfir strikið með þessum aðgerðum í gær. Nú þurfi hin í ríkisstjórninni að ákveða sig hvort þau ætli að fylgja honum eða hvort þau standa með mannúðinni.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem fólk hefur haft að segja um málið á Twitter:
Skilaboðin eru: ekki koma. Sömu skilaboð að mörg vel stæðustu ríki heims hafa líka ákveðið að senda, og þannig reka landlaust fólk í yfirfullar búðir og gettó. Mannvonskan er falin í bjúrókrasíu. Við getum gert svo mikið betur, það er nóg hérna. Þetta er val, ekki nauðsyn.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 2, 2022
Einu sinni var spurt mömmu af hverju hún valdi Ísland því það væri svo kalt og dimmt hérna. Svarið hennar var „því það eru engar byssur og sprengjur hér.”Stundum er þetta bara svo einfalt. Að fylgjast með vegferð lögreglunnar á veiðum í leit að hælisleitendum er grátlegt.
— Lenya Rún (@Lenyarun) November 2, 2022
Huggulegt af ríkisstjórninni að gefa Jóni Gunnarssyni brottvísunarbúðirnar sínar svona í snemmbúna jólagjöf! 🎄🤮 pic.twitter.com/C4Cpaiz1Iq
— Andrés Ingi (@andresingi) November 2, 2022
Lögreglumenn er kannski í vinnu og eru "bara framkvæmdarvald" en á bakcið þetta eru einstaklingar sem ákváðu að taka þátt í þessu. Nasistarnir földu sig líka á bakvið það að vera bara að fylgja skipunum en það er alltaf val, annaðhvort gera eða ekki gera.
— Bríet (@refastelpa) November 2, 2022
Það var flott hvernig Bjarni var að hrósa Jóni Gunnarssyni fyrir hversu vel hann væri að standa sig í þessum stormi. Þessi ríkisstjórn skipuleggur, styður og fagnar þessu mannhatri. https://t.co/zbEUrsHqOp
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 2, 2022
Hjólastóllinn verður tekinn af honum því hann er eign íslenska ríkisins. Hann mun því bókstaflega lenda á götunni í Grikklandi.
— Kratababe93 (@ingabbjarna) November 2, 2022
Ef að stjórnmálin þín snúast ekki um að bæta líf fólks hér á landi, sama hvernig það lítur út eða hvar það fæddist, þá ertu ekki að vinna fyrir fólkið.
Ef þú ert ekki að vinna fyrir fólkið þá áttu ekki að vera í valdastöðu. https://t.co/Me4Ueddz8a
— Logi Pedro (@logipedro101) November 3, 2022
Ísland hefur fullgilt samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks, og eiga því "að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk njóti verndar og öryggis þegar hættuástand ríkir"
— Virk í Athugasemdum (@AsdisVirk) November 2, 2022
Svei mér ef yfirvöld standa ekki nú fyrir hörðustu aðgerðum gegn flóttafólki síðan Íslendingar vísuðu gyðingum úr landi í síðari heimsstyrjöld. Dómsmálaráðherra er ekki við bjargandi en ég hef líka áhyggjur af öðrum ráðherrum sem horfa upp á ofbeldið stigmagnast og gera ekkert.
— Íris Ellenberger (@sverdlilja) November 3, 2022
Dómsmálaráðherra Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks fór endanlega yfir strikið í dag. Þau hin þurfa að ákveða hvort þau ætla að fylgja honum, eða hvort þau standa með mannúðinni. Hafa bara nokkra tíma til þess, það styttist í að brottvísunarflugvélin fari í loftið. https://t.co/NqjqRtxVAJ
— Andrés Ingi (@andresingi) November 2, 2022
Ég veit ekki hvernig biðlisti þeirra sem bíða eftir afplánun lítur út í dag en mv að það voru yfir 600 einstaklingar fyrir 2 árum þá er það slatti.
Það er samt sem áður verið að safna hælisleitendum saman og keyra þá uppá Hólmsheiði til að loka þá inni.
Hvaða þvæla?
— Haukur Heiðar (@haukurh) November 2, 2022
Mér fallast hendur. Hvernig er hægt að fara svona með annað fólk? Koma fram við manneskjur eins og rusl sem þarf að henda?
Ég skammast mín inn að beini fyrir að tilheyra þjóð sem er stjórnað af einstaklingum sem finnst þetta boðleg framkoma. Getum við ekki gert eitthvað?— vaselín (@_elinasbjarnar) November 3, 2022
Aðgerðir lögreglu sem beinast gegn umsækjendum um alþjóðlega vernd eru óhuggulegar og skýrt dæmi um þau slæmu vinnubrögð sem við sjáum allt og oft í málum umsækjenda um alþjóðlega vernd.
— Gudridur Lara Thrastardottir (@gudridurlara) November 2, 2022
Hvernig er hægt að horfa á fólk, sem fæddist í öðru landi, sem eitthvað rusl sem má henda? Þau hafa sama lífsvilja og þrá um gott líf og við sem fæddumst á Íslandi. Það að þau séu á flótta ætti að hjálpa þeim að fá að byrja nýtt líf hér, ekki vinna gegn þeim💔💔
— Áslaug Birna (@slaug20) November 2, 2022
Ábyrgð allra flokkanna í ríkisstjórn er mikil. Hér hljóta meira að segja Sjálfstæðismenn að draga línuna, þetta er ógeðslegt.
— Lenya Rún (@Lenyarun) November 2, 2022
Hversu óttasleginn er fatlaður einstaklingur sem er ruslað upp í bíl til að vera sendur í flug til Grikklands?
Þetta er óboðleg, fullkomlega ógeðsleg meðferð á manneskju. Skammist ykkar.
hvað er Í GANGI @katrinjak https://t.co/4VwRkjOyrM
— Vala ☕️ (@valawaldorf) November 2, 2022
This is how the Icelandic government of @katrinjak treats disabled asylum seekers and their families. He is sent to Greece without a wheelchair where it is unsure if he will receive any healthcare pic.twitter.com/NCV7HKE558
— Alondra S. M. (she/her) (@alondresvoy) November 2, 2022
Í gær voru fluttar fréttir af því að yfirvöld hafi vitað í lengri tíma, að pabbi Ríkislögreglustjóra væri að selja ólögleg vopn.
Í dag er allt ræst út í að elta uppi fatlaðan Íraka í hjólastól til þess að henda úr landi.
Við erum ekki einu sinni properly fucked.
— Helgi Seljan (@helgiseljan) November 2, 2022
Er ekki kominn tími á hörð mótmæli? Burtu með þessa rasista og mannhatandi ríkisstjórn!!
— 𝚁 𝙰 𝙶 𝙶 𝙰 🦋 🇺🇦🏳️⚧️🏳️🌈 (@raggaj89) November 2, 2022
Ekki mín ríkisstjórn.
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) November 3, 2022
Tugir hælisleitenda sem bíða þess að kveðinn sé upp dómur í máli þeirra – mál sem eru keimlík þeim sem dómstólar hafa þegar dæmt í – eru færð í skjóli nætur með ofbeldisfullum og ómannúðlegum hætti í leiguflugvél sem flytur þau til Grikklands. pic.twitter.com/QveQPUkDJY
— Gisli Olafsson (@gislio) November 3, 2022
– Land tækifæranna
– Það eru ekki fordómar á Íslandi
– Ísland best í heimiÞetta er það sem við heyrum flest alla daga, en sjáum ekki viðbjóðinn sem er í gangi og hvað útlendingar þurfa að ganga í gegnum.. https://t.co/EIcpp9zrcy
— Ljiridona (@Ljiridonaa) November 3, 2022
Stjórnvöld hafa haft tækifæri til að senda fólkið úr landi mánuðum saman, tímasetningin nú, örfáum dögum eftir dóm héraðsdóms vekur furðu. Þetta gengur gegn réttlætisvitund fólks og veikir tiltrú á kerfinu. Svona vinnubrögð eru óréttlætanleg. Þetta þarf ekki að vera svona.
— Gudridur Lara Thrastardottir (@gudridurlara) November 2, 2022
Er til of mikils mælst að þessi ríkisstjórn segi af sér? Ég vil allt þetta fólk í burtu og nýtt á línuna, kannski einhver með einhvern snefil af hugsjónum eftir?
— Bríet (@refastelpa) November 2, 2022
Það vantar eitthvað í sálina á fólki sem horfir upp á svona grimmdarverk og hefur völdin til að stíga inn í en velur að gera ekkert. Þessi ríkisstjórn er samansafn af aumingjum.
— Hekla Elísabet (@HeklaElisabet) November 3, 2022
Flóttamannavandinn er rasískur uppspuni, haldið á lofti af siðblindum stjórnmálamönnum til þess að fá greindarskert fólk til að kjósa sig.@jon_gunnarsson – Ég sé þig, siðblinda rolan þín. Þú hefur ekkert fram að færa nema ótta og eyðileggingu. Farðu í rassgat, aumingi. https://t.co/yEltfTEIQK
— Bragi Páll (@BragiPall) November 2, 2022