fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Gífurleg reiði vegna brottvísunar Hussein og fjölskyldu – „Óboðleg, fullkomlega ógeðsleg meðferð á manneskju. Skammist ykkar“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 10:15

Skjáskot: Sema Erla/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gífurleg reiði skapaðist á samfélagsmiðlinum Twitter í gær vegna brottvísunar á Hussein Hussein og fjölskyldu hans. Meðferðin á fjölskyldunni hefur verið kölluð bæði óboðleg og ógeðsleg.

Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, vakti athygli á brottvísuninni í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í gær. „Svona fara íslensk stjórnvöld með fatlað flóttafólk og fjölskyldu þess Lögreglan mætir fyrirvaralaust heim til fólks og frelsissviptir það, setur hluta fjölskyldunnar í gæsluvarðhald og heldur öðrum fjölskyldumeðlimum nauðugum, fyrst á heimilinu, síðan á felustað sem fannst, og núna á flugvellinum!“ segir hún í færslunni.

„Allt til þess að brottvísa þeim á götuna í Grikklandi áður en aðalmeðferð í máli þeirra gegn íslenska ríkinu á að fara fram þann 18. nóvember næstkomandi.“

Með færslunni birtir Sema Erla mynd af lögreglumönnum að draga Hussein með valdi upp úr hjólastólnum sínum. Hún segir að með brottvísuninni sé íslenska ríkið að koma í veg fyrir að Hussein, sem þarf aðstoð við allar daglegar athafnir, geti sótt þingstað og sagt skýrt og satt frá sinni upplifun. „Það vilja íslensk stjórnvöld alls ekki að gerist og því er Hussein sendur til Grikklands, án hjólstóls (hann er með lánsstól hér á landi), þar sem hann mun enga heilbrigðisþjónustu fá og óvíst með hjálpartæki,“ segir hún.

„Þetta er meðferð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á flóttafólki í sérstaklega viðkvæmri stöðu!“

 

Eins og fyrr segir vaknaði mikil reiði vegna málsins sem margir tjáðu á Twitter, sérstaklega eftir að myndbandi og myndum var deilt af því þegar Hussein var tekin úr hjólastólnum sínum. Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, fyrrverandi ritari Samfylkingarinnar, deildi myndböndum af atvikinu á Twitter-síðu sinni í gær en þau má sjá hér fyrir neðan.

Þá hafa fjölmörg tekið til máls og gagnrýnt brottvísunina harðlega. Til dæmis þau Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan,  Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður, og tónlistarmaðurinn Logi Pedro.

Andrés Ingi segir til að mynda að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi endanlega farið yfir strikið með þessum aðgerðum í gær. Nú þurfi hin í ríkisstjórninni að ákveða sig hvort þau ætli að fylgja honum eða hvort þau standa með mannúðinni.

Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem fólk hefur haft að segja um málið á Twitter:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Í gær

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana