fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Guðrún Óla nýr ritstjóri Vikunnar

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 3. október 2022 13:28

Guðrún Óla er nýr ritstjóri Vikunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Óla Jónsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri Vikunnar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá tímaritinu. Guðrún Óla hefur starfað sem blaðamaður á Vikunni frá árinu 2018 en áður var hún blaðamaður á sunnudagsblaði Morgunblaðsins og Morgunblaðinu auk þess sem hún las fréttir á K100. Árið 2014 lauk hún meistaranámi í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands en hún er einnig með B.Ed.-gráðu í íslenskukennslu. Þá hefur Guðrún Óla getið sér gott orð sem söngkona.

„Ég er þakklát fyrir tækifærið og traustið sem mér er sýnt hjá Birtíngi og hlakka til að halda áfram þeirri góðu vegferð sem Vikan, elsta tímarit landsins, hefur verið á,“ segir Guðrún.

„Það er gott, en ekki síður mikilvægt að tímaritaútgáfa lognist ekki út af þrátt fyrir allar þær breytingar sem hafa átt sér stað í hröðu nútímasamfélagi. Við hjá Birtíngi höfum verið í stafrænni uppbyggingu sem við munum halda áfram og það eru spennandi tímar framundan, en það er samt fátt sem jafnast á við að fletta tímariti yfir góðum kaffibolla.“

Guðrún Óla tekur við af Steingerði Steinarsdóttur sem sagt var upp sem ritstjóra tímaritsins í sumar vegna skipulagsbreytinga. Steingerður hafði starfað sem ritstjóri í tíu ár og kom uppsögnin henni á óvart. Hún kvaddi þó í góðu og skildi við fyrirtækið í sátt.

„Eftir tíu ára starf kveð ég Birtíng og Vikuna, fjölbreytta, skemmtilega og frábæra blaðið mitt. Mér er efst í huga djúpt og innilegt þakklæti og einlæg gleði yfir að hafa fengið þetta tækifæri,“ sagði Steingerður á Facebook-síðu sinni er hún hafði unnið sinn síðasta dag á miðlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað