fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Sá markahæsti valinn efnilegastur

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 12:30

Mynd: Grótta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasti þáttur sumarsins af markaþætti Lenjudeildarinnar fór fram í gær. Þar gerðu sérfræðingarnir Hörður Snævar Jónsson og Hrafnkell Freyr Helgason upp sumarið í deildinni.

Meðal annars var valinn maður ársins. Það var Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður Gróttu, að mati sérfræðinga.

Kjartan skoraði sautján mörk í nítján leikjum í Lengjudeildinni í sumar og fór á kostum. Hann var markahæstur í deildinni.

Um mitt sumar höfðu félög í Bestu deildinni áhuga á honum en hann hélt kyrru fyrir.

Það er þó fastlega búist við að þessi 19 ára gamli leikmaður fari í lið í Bestu deildinni í vetur, þar sem Grótta komst ekki upp úr Lengjudeildinni.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur þáttarins, segist búast við því að Kjartan fari til Breiðabliks.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
Hide picture