fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Eyjan

Magnús Orri biðst afsökunar á Landsdómsmálinu – Hefur hvílt þungt á honum í 12 ár

Eyjan
Mánudaginn 19. september 2022 20:20

Magnús Orri Marínarson Schram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil biðjast afsökunar á mínum hlut í Landsdómsmálinu.“ Á þessum orðum hefst Facebook-færsla Magnúsar Orra Marínarsonar Schram, fyrrum alþingismanns, sem hann birti fyrir stundu.

Hann rifjar upp að fyrir tólf árum var lögð fram tillaga á Alþingi að vísa máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og þriggja annarra ráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Árna Matthíesen og Björgvins G. Sigurðssonar til landsdóms. Rannsóknarskýrla Alþingis hafði nýlega komið út og hávær umræða um uppgjör á verkum ráðherranna á meðan efnahagshrunið gekk yfir landið.

Að endingu ákvað meirihluti Alþingis að vísa aðeins máli Geirs H. Haarde til landsdóms en afstaða Magnúsar Orra var sú að vísa ætti máli Geirs, Ingibjargar Sólrúnar og Árna til dómsins.

„Þeirri ákvörðun sé ég eftir. Í dag vildi ég óska þess að ég hefði haft hugrekki til að tala fyrir því að umfjöllun um ábyrgð ráðherra hefði lokið á vettvangi nefndarinnar. Á sínum tíma lét ég andann í þjóðfélaginu hafa áhrif á mína afstöðu, þegar það hefði verið rétt ákvörðun að vísa engum málum til Landsdóms,“ skrifar Magnús Orri.

Hann segist sannfærður um að fjórmenningarnir sem voru til umfjöllunar hafi unnið að heilindum við erfið störf í yfirþyrmandi aðstæðum.

„Ég hef persónulega beðið þau afsökunar á ábyrgð minni og vil einnig gera það hér, með opinberum hætti. Ég var nýlega spurður að því hvort ég væri enn sömu skoðunar varðandi ákvörðun nefndarinnar og Alþingis, um að vísa málum ráðherranna til Landsdóms og svarið er að ég er það ekki. Málið hefur lengi hvílt þungt á mér og þótt ekki sé hægt að taka aftur þessi mistök þá er mikilvægt að gangast við þeim,“ segir í yfirlýsingu Magnúsar Orra.

Yfirlýsingin í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi