Atletico Madrid hefur fengið bakvörðinn Sergio Reguilon á láni frá Tottenham út þessa leiktíð.
Spænski bakvörðurinn gekk í raðir Tottenham fyrir tveimur árum frá Real Madrid.
Eftir að hafa átt fast sæti í liðinu hefur Antonio Conte ekki fundið not fyrir Reguilon.
Atletico hefur engan forkaupsrétt á Reguilon sem kemur aftur til Tottenham eftir ár að öllu óbreyttu.
Sergio Reguilon has joined Atletico Madrid on loan for the 2022/23 season.
Good luck, @sergio_regui! 👏
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 30, 2022