fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Landsvirkjun malar gull – Afkoman aldrei verið betri í sögu orkufyrirtækis þjóðarinnar

Eyjan
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 14:40

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagnaður Landsvirkjunar fyrri hluta ársins nam 19 milljörðum króna, en í fréttatilkynningu segir að afkoman hafi aldrei verið betri í sögu orkufyrirtækis þjóðarinnar.

Haft er eftir Herði Arnarsyni forstjóra í tilkynningu:

„Rekstrarniðurstaða fyrri hluta ársins var betri en nokkru sinni fyrr í sögu Landsvirkjunar. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hækkaði um tvo-þriðju miðað við sama tíma í fyrra og nam rúmum 22 milljörðum króna. Þessa hækkun má einkum rekja til hækkunar á raforkuverði til stórnotenda. Rekstrartekjur hafa aldrei verið hærri á hálfsárstímabili frá stofnun Landsvirkjunar og námu 45,5 milljörðum króna.“

Hörður segir að rekstur aflastöðva hafi gengið vel á tímabilinu og eftir erfiðan fyrsta ársfjórðung, þar sem tíð óveður og erfið staða í vatnsbúskapi hafi reynt á fyrirtækið hafi vorið komið með kröftugu innrennsli og sé vatnsstaðan því nú í góðu meðallagi.

„Eftirspurn eftir raforku var með allra mesta móti á tímabilinu, en orkuafhending til stórnotenda jókst um 5% og jafnframt jókst afhending forgangsorku í heildsölu um 23%. Um leið var meðalverð til stórnotenda án flutnings hærra en nokkru sinni áður á fyrri árshelmingi, eða 42,1 dalur á megavattstund. Þetta má m.a. rekja til endursamninga undanfarinna ára, sem tryggt hafa að flestir viðskiptavinir Landsvirkjunar borga verð sem er sambærilegt við það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við.“

Í tilkynningu segir að mikil eftirspurn sé eftir raforku hér á landi, eða í raun meiri heldur en framboðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum