Daníel Tristan Guðjohnsen er mættur til æfinga hjá Malmö í Svíþjóð. Þetta herma heimildir 433.is.
Hinn 16 ára gamli Daníel yfirgaf Real Madrid á dögunum.
Hann er sonur knattspyrnugoðsagnarinnar Eiðs Smára Guðjohnsen. Daníel var áður í yngri flokka starfi Barcelona, þar sem faðir hans lék, en færði sig yfir til Real Madrid fyrir fjórum árum síðan.
Nú er hann að fara í Malmö. Bræður hans leika einnig í Svíþjóð. Sveinn Aron Guðjohnsen er á mála hjá Elfsborg og Andri Lucas Guðjohnsen er hjá Norrköping.