fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Ólína gengur til liðs við Háskólann á Bifröst

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 19. ágúst 2022 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður hefur verið ráðin deildarforseti við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst. Þetta kemur fram í tilkynningu skólans þar sem Ólína er boðin velkomin til starfa.

Ólína er með BA-próf í íslenskum bókmenntum og heimspeki frá Háskóla Íslands. Að auki hefur hún lokið magisterprófi og síðar doktorsprófi í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum. Hún hefur einnig numið stjórnunarfræði og er með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi.

Frá 2016 hefur Ólína verið sjálfstætt starfandi fræðimaður, rithöfundur, bókmenntagagnrýnandi og kennari og meðal annars kennt við Háskólann á Bifröst síðustu tvö skólaárin.

Hún hefur gefið út fjölda fræðigreina og átta bækur, þar af sex fræði- og heimildarrit. Hún hlaut árið 2019 tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita fyrir bókina Lífsgrös og leyndir dómar. Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi.

Hún var um tíma skólameistari við Menntaskólann á Ísafirði og býr að 14 ára kennslureynslu á háskólastigi og tók meðal annars þátt í að byggja þjóðfræði upp sem kennslu- og fræðigrein við Háskóla Íslands.

Hún sat á þingi á árunum 2009-2013  fyrir Samfylkinguna og svo aftur 2015-2016 og var á þeim tíma meðal annars formaður umhverfisnefndar, varaformaður atvinnuveganefndar, forseti Vestnorræna ráðsins og varaforseti Norðurlandaráðs.

Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík á árunum 1990-1994 og um hríð var hún fréttamaður og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu.

Ólína tekur við af dr. Nirði Sigurjónssyni sem hefur gegnt embætti deildarforseta síðustu tvö ár.

Ólína segir á Facebook að hún sé full tilhlökkunar að takast á við spennandi verkefni sem forstei Félagsvísindadeildar og bíður hún spennt eftir mánaðamótunum þegar hún tekur formlega við starfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?