fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Salman Rushdie stunginn ítrekað

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðist var á verðlaunarithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann flutti fyrirlestur í New York í dag. Rushdie hefur lengi vel orðið fyrir mikilli andúð meðal heittrúaðra múslima og var hann meira að segja lýstur réttdræpur af æðsta klerk Írans, Ruholla Khomeini, árið 1989.

Fréttamaður AP var á fyrirlestrinum þegar árásin átti sér stað og sagði hann að árásarmaðurinn hafi vegið að honum stuttu eftir að hann gekk á svið og var hann barinn og stunginn ítrekað. Árásarmaðurinn var snúinn niður stuttu seinna. Ekki liggur fyrir hvert ástand Rushdie er.

Rabbíninn Charles Savenor, sem einnig er rithöfundur, var meðal viðstaddra og náði upptöku af atvikinu. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Salman Rushdie reiddi heittrúaða múslima með útgáfu bókarinnar Söngvar Satans sem kom út árið 1988. Hún er meðal annars stranglega bönnuð í Íran vegna túlkun Rushdie á spámanninum Múhammeð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“