fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Agla María aftur í Breiðablik

Victor Pálsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 18:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hefur fengið gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi átök en kvennalið félagsins samdi í dag við Öglu Maríu Albertsdóttur.

Agla er leikmaður Hacken í sænsku úrvalsdeildinni en hún gerir lánssamning við Blika út árið.

Agla spilaði með íslenska landsliðinu á EM kvenna í sumar og var þátttakandi í öllum leikjunum í riðlakeppninni.

Hún yfirgaf einmitt Blika til að semja við Hacken fyrr á þessu ári.

Tilkynning Breiðabliks:

Breiðablik og sænska félagið BK Häcken hafa komist að samkomulagi um að Agla María Albertsdóttir komi á láni til Blika fram að áramótum.

Sænska félagið keypti Öglu Maríu í vetur og hefur hún komið við sögu í átta leikjum í sænsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabil, en áður hafði hún skorað 97 mörk í 126 leikjum með Breiðabliki. Hún tekur nú slaginn með Blikum næstu mánuði enda mikið fram undan í deild, bikar og Meistaradeild.

Agla María er nú nýkomin frá Englandi þar sem hún tók þátt í öllum leikjum Íslands á EM, og var meðal annars í byrjunarliðinu gegn Frakklandi þar sem hún spilaði jafnframt sinn 50. A-landsleik.

Það segir sig sjálft hversu stórt það er fyrir Breiðablik og fótboltann hér heima að fá leikmann á borð við Öglu Maríu aftur. Hún er ekki aðeins frábær leikmaður og þrautreynd landsliðskona, heldur er hún einnig mikil fyrirmynd fyrir unga iðkendur.

Velkomin aftur í Kópavoginn, Agla María! 💚

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London