fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Agla María aftur í Breiðablik

Victor Pálsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 18:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hefur fengið gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi átök en kvennalið félagsins samdi í dag við Öglu Maríu Albertsdóttur.

Agla er leikmaður Hacken í sænsku úrvalsdeildinni en hún gerir lánssamning við Blika út árið.

Agla spilaði með íslenska landsliðinu á EM kvenna í sumar og var þátttakandi í öllum leikjunum í riðlakeppninni.

Hún yfirgaf einmitt Blika til að semja við Hacken fyrr á þessu ári.

Tilkynning Breiðabliks:

Breiðablik og sænska félagið BK Häcken hafa komist að samkomulagi um að Agla María Albertsdóttir komi á láni til Blika fram að áramótum.

Sænska félagið keypti Öglu Maríu í vetur og hefur hún komið við sögu í átta leikjum í sænsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabil, en áður hafði hún skorað 97 mörk í 126 leikjum með Breiðabliki. Hún tekur nú slaginn með Blikum næstu mánuði enda mikið fram undan í deild, bikar og Meistaradeild.

Agla María er nú nýkomin frá Englandi þar sem hún tók þátt í öllum leikjum Íslands á EM, og var meðal annars í byrjunarliðinu gegn Frakklandi þar sem hún spilaði jafnframt sinn 50. A-landsleik.

Það segir sig sjálft hversu stórt það er fyrir Breiðablik og fótboltann hér heima að fá leikmann á borð við Öglu Maríu aftur. Hún er ekki aðeins frábær leikmaður og þrautreynd landsliðskona, heldur er hún einnig mikil fyrirmynd fyrir unga iðkendur.

Velkomin aftur í Kópavoginn, Agla María! 💚

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“