fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Eyjan

Boris Johnson riðar til falls eftir afsagnir ráðherra

Eyjan
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 07:17

Boris Johnson Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherratíð Boris Johnson gæti verið lokið í kjölfar afsagnar tveggja ráðherra úr ríkisstjórn hans í gærkvöldi. Fleiri þungavigtarmenn úr þingflokki Íhaldsmanna hafa sagt af sér í kjölfarið og eru margir á því Johnson sé ekki stætt á öðru en að segja af sér.

Ráðherrarnir sem sögðu af sér voru þeir Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra. Báðir sögðust þeir ekki lengur get stutt Johnson áfram og töldu afsögn sýna nauðsynlega til þess að þrýsta á brotthvarf Johnson.

Ákvörðun ráðherranna tengist meðhöndlun forsætisráðherrann á máli Chris Pincher, varaþingflokksformanni Íhaldsflokksins, sem sagði af sér á dögunum eftir að hafa drukkið of mikið í samkvæmi og „gert sjálf­an sig og aðra að at­hlægi“. Í kjölfarið fór af stað umræða um hví Pincher hafi yfir höfuð verið skipaður í embætti sitt af Johnson en margar sögur hafa verið af óviðeigandi hegðun hans í gegnum árin.

Forsætisráðherrann hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað um fortíð Pincher en dró síðan í land með þær fullyrðingar sem gerði málið allt hið vandræðalegasta.

Segja má því að meðhöndlunin á máli Pincher hafi verið dropinn sem fyllti mælinn hjá samstarfsmönnum Johnson sem hafði fyrir mánuði síðan staðið af sér vantrauststillögu í breska þingingu. Meirihluti þingmanna breska Íhaldsflokksins kaus að fella vantrauststillögu á Johnson en engu að síður kusu 148 þingmenn með henni.

Því blasir við að Boris Johnson stóð höllum fæti í embætti formanns Íhaldsflokksins og forsætisráðherra landsins en vendingar gærdagsins gætu orðið til þess að hrökklist úr embætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Þeir sem flæmdu Laxness úr skólunum

Svarthöfði skrifar: Þeir sem flæmdu Laxness úr skólunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Skerðu niður sem lengst frá sjálfum þér

Sigmundur Ernir skrifar: Skerðu niður sem lengst frá sjálfum þér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stóra Miðflokksfléttan

Orðið á götunni: Stóra Miðflokksfléttan