fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Zelensky sakar Rússa um óforskömmuðustu hryðjuverkaárás í sögu Evrópu – Átján látnir og 36 enn saknað

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. júní 2022 09:00

Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 18 einstaklingar hafa fundist látnir í rústum verslunarmiðstöðvar í borginni Kremenchuk í Úkraínu sem varð fyrir sprengjuárás í gær. Að minnsta kosti 25 einstaklingar særðust í árásinni en enn er 36 einstaklinga saknað. Hundruðir viðskiptavina voru staddir í verslunarmiðstöðinni þegar árásin átti sér stað.

Úkraínumenn fullyrða að Rússar hafi skotið sprengjuflaug að gerðinni KH-22 á verslunarmiðstöðina en slíkar sprengjur vega um eitt tonn.

Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti, sagði að árásin væri óforskammaðasta hryðjuverkaárás í sögu Evrópu. Þá fullyrti hann að Rússar væru að beina spjótum sínum viljandi að óbreyttum borgurum og árásin á verslunarmiðstöðina hafi verið tímasett þannig að hún hafi átt sér stað á háannatíma þar sem tryggt væri að fjölmargir viðskiptavinir væru þar á ferð.

Rústir verslunarmiðstöðvarinnar Mynd/AFP
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð