fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Skotarnir björguðu brúðkaupinu – „Bara tær og sönn ást“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 24. júní 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir tveggja ára skipulagningu og tveggja milljóna króna fjárfestingu var allt til reiðu fyrir brúðkaup þeirra Amöndu og Paul Riesel á skosku eyjunni Skye. Eyjan er 8 tíma flugi frá heimili þeirra í Flórída og það var þriggja daga ferðalag. „Þetta var bara töf, töf, töf,“ sagði hinn 37 ára Paul við BBC, sem greindi frá því að hjónin tilvonandi komust loks til eyjarinnar um 11 leytið aðfanganótt brúðkaupsþeirra, með hringina og blómin en án farangurs og fata.

„Ég gerði mér grein fyrir því að við þyrftum að aflýsa því og að það væri ekkert sem ég gæti ég,“ sagði Amanda. Ljósmyndarinn, hún Rosie Woodhouse, hafði þó annað í huga. „Ég sagði þeim að ég gæti bjargað málunum, Skye er ótrúlegur staður,“ sagði Rosie.

Fékk að velja úr 8 brúðarkjólum

Hún birti beiðni á samfélagsmiðlum og næsta morgun gat Amanda valið milli átta brúðarkjóla í hennar stærð. „Það voru engin skilyrði, bara tær og sönn ást,“ sagði hún. Það vildi svo til að Amanda, sem er sjálf matselja, valdi kjól annarrrar matselju. „Það var mér enn meira virði að vita að kjóllinn komi frá einhverjum sem er annt um og fæðir nemendur sína líkt og ég,“ sagði Amanda.

Paul fékk skotapils og þá voru þau tilbúinn. Brúðkaupið var „ófullkomlega fullkomið,“ samkvæmt Amöndu. „Það var nákvæmlega það sem við þurftum án þess að við vissum að við þyrftum það.“ Hún bætti því við að „það séu ekki næg orð til að lýsa þakklæti okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“