fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Íslenska ríkið viðurkennir brot í mörgum málum hjá Mannréttindadómstólnum – Dæmdir fyrir nauðgun, spillingu og fíkniefnasmygl

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. júní 2022 09:00

Mannréttindadómstóllinn í Strassbourg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn kærendum í fjórtán málum sem hafa verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu (MDE). Dómstóllinn hefur lokið meðferð sextán mála sem eru af sama meiði og Landsréttarmálið. Kærendur fá málskostnaðinn greiddan og eiga þess kost að krefjast endurupptöku mála sinna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í málunum fjórtán, sem ríkið viðurkennir brot í, eigi kærendurnir það sameiginlegt að einhver þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem dómur MDE í Landsréttarmálinu nær yfir, dæmi í máli þeirra.

Ákvörðun MDE var birt í gær en samkvæmt henni lýkur málunum með vísan til yfirlýsingar íslenska ríkisins. Það lýsir því yfir að brotið hafi verið á kærendum, að hver þeirra fái greiddar 4.000 evrur í málskostnað og einnig lýsir ríkið því yfir að þeir geti krafist endurupptöku sinna mála hjá endurupptökudómi.

Meðal þeirra sem kærðu eru Jens Guðmundsson, fyrrum rannsóknarlögreglumaður, sem var dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrri spillingu og brot í starfi. Eldin Skoko og Fjölnir Guðsteinsson sem voru dæmdir fyrir nauðgun og Otto Örn Þórðarson sem var dæmdur fyrir smygl á amfetamíni.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd