fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Er risaskellur í aðsigi? Segir að gasstríðið geti endað með hruni á borð við fall Lehman Brothers

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. júní 2022 07:05

Gazprom hefur stoppað flæði gass til ESB og því hafa Þjóðverjar leitað á önnur mið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staða orkumála í Evrópu er nú jafn alvarleg og sú staða sem var uppi áður en fjármálakreppan skall á 2008 þegar Lehman Brothers hrundi. Sú kreppa er mörgum eflaust í fersku minni því íslensku bankarnir féllu einn af öðrum í kjölfar hruns Lehman Brothers.

Robert Habeck, efnahagsmálaráðherra Þýskalands, segir að staðan sé nú jafn alvarleg og sú staða sem var uppi fyrir fall Lehman Brothers. Ástæðan er staða orkumála í Evrópu. Þjóðverjar eru nú komnir á næst hæsta stig hvað varðar stöðu orkumála. Næsta stig, efsta stig, er neyðarstig þar sem gripið verður til neyðarréttar.

Ástæðan er að rússneska ríkisfyrirtækið Gazprom hefur dregið úr flæði gass í gegnum Nord Stream leiðslur sína og ber við „hefðbundnu viðhaldi“ og skorti á varahlutum frá Vesturlöndum, þar á meðal frá hinu þýska Siemens fyrirtæki.

Habeck ræddi við fréttamenn í gær og sagði að Þjóðverjar gangi nú grýttan veg. Þrátt fyrir að fólk verði kannski ekki mjög vart við það þá sé landið í miðri gaskrísu.

Vegna minna flæðis gass frá Rússlandi er vandséð að Þjóðverjar geti fyllt á gasbirgðir sínar fyrir næsta vetur en samkvæmt samningi ESB-ríkjanna á að vera búið að fylla á gasforðageymslur aðildarríkjanna  að 80% markinu, að minnsta kosti, þann 1. nóvember.

Til að bregðast við gasskorti eru Þjóðverjar að taka fleiri kolaorkuver í notkun og orkufyrirtækjum verður hugsanlega heimilað að velta auknum kostnaði yfir á neytendur, bæði heimili og fyrirtæki.

Habeck sagði að reikna megi með að Pútín sé reiðubúinn til að draga enn frekar úr gasflæði til ESB. „Við sjáum nú þegar sífellt vaxandi halla á gasforðanum okkar. Ef þessi halli verður svo mikill að markaðurinn ræður ekki lengur við að anna eftirspurninni getur það endað með hruni sem mun hafa sömu áhrif á orkumarkaðinn og fall Lehman Brothers hafði á fjármálamarkaðinn,“ sagði hann í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum