fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fastir pennarFókus

Var Charles Manson útsjónarsamur költ leiðtogi eða bara örlítið sjarmerandi óþokki?

Fókus
Fimmtudaginn 23. júní 2022 21:50

Charles Manson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Björk Ágústsdóttir, umsjónarkona hlaðvarpsins Poppsálin og sálfræðikennari, skrifar:

Margir kannast eflaust við söguna um glæpamanninn Charles Manson og hópinn sem fylgdi honum, eða Manson-fjölskylduna svokölluðu. Hópurinn, eða költið, komst í heimsfréttir eftir morðið á leikkonunni Sharon Tate árið 1969.

Sharon, eiginkona leikstjórans og framleiðandans Roman Polanski,  var ólétt og gengin nær níu mánuði á leið þegar hún var myrt. Manson fjölskyldan drap að minnsta kosti sjö manns og reyndu að drepa fyrrum forseta Bandaríkjana Gerald Ford.

Í nýjasta þætti Poppsálarinnar er fjallað um sögu Charles Manson, hvernig Manson fjölskyldan varð til og tengingu fjölskyldunnar við fræga einstaklinga innan Hollywood.

Poppsálin er poppmenningarlegt hlaðvarp með sálfræðilegu ívafi. Fjallað er um ýmis sálfræðileg málefni sem tengjast poppmenningu sem og áhugaverðar rannsóknir og pælingar innan sálfræðinnar.

Elva Björk. Mynd/Valli

Manson fjölskyldan

Charles Manson átti auðvelt með að laða fólk til sín og virðist hafa verið mjög sjarmerandi. Hann kynntist og hafði áhrif á frægt tónlistarfólk eins og Dennis Wilson úr Beach Boys og Neil Young.

Manson fjölskyldan fór að myndast á meðan Manson sjálfur sat  bak við lás og slá, en Charles Manson eyddi meiri hluta ævi sinnar í fangelsi. Í eitt af þeim fáum skiptum sem hann var frjáls maður tók hann þátt í LSD rannsókn á læknastöð. Þar fór hann að upplifa sig sem einhvers konar frelsara eða Jesú Krist og náði að fá aðra þátttakendur LSD tilraunarinnar á sitt band og stækka Manson fjölskylduna. Manson fjölskyldan var því samansafn af LSD neytendum, aðallega ungum konum, heimilislausu fólki og glæpamönnum.

Manson fjölskyldan bjó á tímabili á heimili Dennis Wilson og þar spiluðu þeir tónlist saman og lokkuðu til sín fleiri ungar konur í neyð.

Dómsdagur nálgast

Charles Manson trúði því að heimsendir í einhverri mynd væri í nánd. Hann taldi kynþáttastríð vera í vændum og að þau sem fylgdu honum yrðu óhullt og kæmust lífs af í komandi heimsendi.

Fjöldamorðið sem Manson fjölskyldan framdi árið 1969 átti að vera upphafið að þessu kynþáttastríði og heimsendi.

Í nýjasta þætti Poppsálarinnar er farið yfir sögu fjölskyldunnar og kannað hvaða eiginleika Charles Manson hafði sem ýtti undir myndun fjölskyldunnar. Þeirri spurning er velt upp hvort Charles Manson hafi verið andlega veikur, hvort uppeldið hefði haft áhrif á líf Manson og hvort hippamenningin og LSD neyslan hafi gert útslagið.

Hægt er að nálgast þáttinn um Manson fjölskylduna hér:

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Í gær

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“