fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Rússar skrúfa fyrir gasið– Kaldur vetur gæti reynst íbúum á meginlandinu erfiður

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 06:59

Gazprom hefur stoppað flæði gass til ESB og því hafa Þjóðverjar leitað á önnur mið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa á síðustu dögum dregið úr gasstreymi til Þýskalands um þriðjung og bera því við að þeir hafi ekki fengið varahluti frá Vesturlöndum vegna viðskiptabanns Vesturlanda gegn Rússlandi. Margir telja þetta ekki vera rétt og segja að Rússar séu einfaldlega að reyna að þrengja að Þýskalandi og ESB til að reyna að reka fleyg í samstöðu Evrópuríkja.

En ljóst er að ef þetta ástand verður viðvarandi og jafnvel verra getur það gert Evrópubúum erfitt fyrir næsta vetur.

Kristian Rune Poulsen, sérfræðingur í orkumálum hjá Green Power Denmark, sagði í samtali við Ekstra Bladet að hitastigið næsta vetur muni skipta miklu máli. Ef hann verði kaldur verði staðan líklega mjög alvarleg. Þá muni fyrirtæki víða um álfuna neyðast til að hætta framleiðslu.

Þýskaland og Ítalía eru sérstaklega háð gasi, bæði heimili og fyrirtæki, og til að tryggja að nóg gas verði til að kynda heimili gæti þurft að stöðva framleiðslu margra fyrirtækja ef veturinn verður kaldur.

Ef fyrirtæki neyðast til að hætta framleiðslu sinni telja margir hagfræðingar að það muni valda efnahagskreppu í álfunni. Lítið vöruframboð myndi ýta undir verðbólgu sem er nú þegar mjög há og verð á gasi mun vera mjög hátt áfram.

Þau fyrirtæki, sem geta, muni væntanlega skipta yfir í olíu sem orkugjafa. Það mun þá væntanlega auka eftirspurn eftir olíu og verðið á henni hækka enn frekar.

Poulsen sagði að þótt Rússar skrúfi algjörlega fyrir gasstreymið muni það ekki verða til þess að Evrópubúar sitji og skjálfi í húsum sínum næsta vetur því aðrir orkugjafar muni sjá þeim fyrir hita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu