fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Besta deildin: Eiður byrjar á jafntefli – Annar sigur Vals í röð

433
Þriðjudaginn 21. júní 2022 21:16

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍA og FH áttust við í Bestu deild karla í kvöld en um var að ræða fyrsta leik FH undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen.

Eiður tók við FH á dögunum af Ólafi Jóhannessyni sem var rekinn eftir jafntefli við Leikni í síðustu umferð.

FH byrjar tíð Eiðs með jafntefli en leik kvöldsins lauk 1-1 á Akranesi þar sem FH-ingar kláruðu leikinn með tíu menn.

Kaj Leo í Bartolsstovu kom ÍA yfir gegn sínum fyrrum félögum á 49. mínútu en Matthías Vilhjálmsson tryggði FH stig þegar 14 mínútur voru eftir.

Davíð Snær Jóhannsson fékk rautt spjald hjá FH mínútu síðar og náðu tíu gestir að halda út.

Valur vann sinn annan sigur í röð í deildinni á sama tíma eftir frábær þrjú stig gegn Blikum í síðustu umferð.

Leiknir Reykjavík var andstæðingur kvöldsins en Valsmenn fögnuðu 2-1 sigri eftir að hafa lent undir snemma leiks.

Arnór Smárason og Tryggvi Hrafn Haraldsson sneru blaðinu við fyrir Val sem virðist vera að komast í gang.

ÍA 1 – 1 FH
1-0 Kaj Leo Í Bartalstovu (’49)
1-1 Matthías Vilhjálmsson (’76)

Valur 2 – 1 Leiknir R.
0-1 Mikkel Dahl (’14)
1-1 Arnór Smárason (’16)
2-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson (’65)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika
433Sport
Í gær

Heiðraði minningu Jota í fyrsta tapleik tímabilsins

Heiðraði minningu Jota í fyrsta tapleik tímabilsins
433Sport
Í gær

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“