fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Kattastríðið á Seltjarnarnesi: Hvað lög gætu hjónin í Bakkavör verið að brjóta?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roskin hjón sem búa í götunni Bakkavör á Seltjarnarnesi hafa verið mikið í fréttum undanfarið. Í andstöðu sinni við lausagöngu katta og til verndunar fuglalífi hafa þau margoft verið staðinn að því að læsa heimilisketti inni í bílskúr hjá sér og neita að láta þá aftur af hendi án aðkomu lögreglu. Einnig eru þau sterklega grunuð um að hafa farið með heimiliskött úr úr hverfinu og skilið hann eftir á víðavangi í Norðlingaholti, auk þess að fjarlægja hálsól af kettinum áður en honum var sleppt lausum.

Sjá einnig: Nýjar vendingar í Kattastríðinu í Bakkavör – Lögregla frelsaði köttinn

Hjónin hafa verið kærð til lögreglu og MAST vegna þessarar háttsemi. Spurningin er hins vegar sú hvaða lög hjónin eru hugsanlega að brjóta og hvaða viðurlög liggi við þeim brotum. Lögfræðingar skiptast á vangaveltum um þetta í Facebook-hópnum Lögfræðinördar. Þar eru helst leiddar líkur að því að hér er sé um að ræða brot á b- og g-lið 1. málsgreinar laga um velferð dýra. B-liðurinn kveður á um að bannað sé að yfirgefa dýr í bjargarlausu ástandi. Í g-lið segir:  „misbjóða dýrum á annan sambærilegan hátt.“

45. grein laganna, c-liður, kveður síðan á um að það varði sektum eða fangelsi allt að einu ári ef brotið er gegn áðurnefndum ákværðum.

B-liður 15. greinar virðist sérstaklega eiga við um það tiltæki að fara með köttinn úr hverfinu og skilja hann eftir á víðavangi en hin málsgreinin er almennt orðuð, þ .e. að misbjóða dýrum. Spurning er hvort það að læsa óviðkomandi kött inni í bílskúr sínum falli undir það ákvæði.

Ennfremur má benda á 259. grein almennra hegningarlaga sem hljóðar svo:

„Hver, sem aftrar öðrum manni að neyta réttar síns til umráða yfir hlut, sem hann hefur í vörslum sínum, eða til þess að halda honum, skal sæta sektum …  eða fangelsi allt að 6 mánuðum.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð