fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Líkamsárás og bílþjófnaður

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 05:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðja tímanum í nótt var ráðist á mann í Grafarvogi. Hann hlaut sár á höfði og blæddi mikið úr því. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku. Meintur árásarmaður var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Á fjórða tímanum var tilkynnt um nytjastuld á bifreið í Laugarneshverfi. Eigandinn taldi þjófinn hafa náð að teygja sig inn um glugga á heimilinu og ná þannig lyklum að bifreiðinni. Bifreiðin fannst um klukkustund síðar og var meintur þjófur handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli á Álftanesi. Tilkynnandi sá ungan mann taka hjólið og setja í bifreið og aka síðan á brott. Lögreglan stöðvaði akstur bifreiðarinnar skömmu síðar. Ökumaðurinn sagðist í fyrstu eiga hjólið en breytti síðan framburði sínum og viðurkenndi þjófnaðinn. 16 ára unglingur var einnig í bifreiðinni og sótti forráðamaður hans hann á lögreglustöð. Hjólinu var skilað til eigandans.

Eldur kom upp í tveimur bifreiðum við Esjustofu á þriðja tímanum í nótt. Ekki er vitað um eldsupptök. Bifreiðarnar voru fluttar á brott með dráttarbifreið þegar slökkvistarfi var lokið.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur í nótt en bifreið hans mældist á 130 km/klst á Reykjanesbraut í Kópavogi en þar er leyfður hámarkshraði 80 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki