fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Fréttir

Breskur herforingi segir að breski herinn verði að undirbúa sig undir stríð í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júní 2022 06:24

Breskir hermenn á æfingu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Patrick Sanders, hershöfðingi, tók við sem æðsti yfirmaður breska hersins í síðustu viku. Hann segir að breskir hermenn verði að undirbúa sig undir „að berjast í Evrópu einu sinni enn“.

Hann segir að innrás Rússa í Úkraínu sýni að meginmarkmið breska hersins sé að vernda Bretland og vera undir það búinn að berjast og vinna orustur á landi. Sky News skýrir frá þessu.

„Nú er mjög brýnt að móta her sem getur barist við hlið bandamanna okkar og sigrað Rússa í orustu. Við erum kynslóðin sem verður að undirbúa herinn undir að berjast í Evrópu enn einu sinni,“ sagði hann og bætti því við að frá 1941 sé hann fyrsti hershöfðinginn sem tekur við embætti æðsta yfirmanns hans á tíma þar sem stríð geisi í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“
Fréttir
Í gær

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórtíðindi í nýjustu skoðanakönnuninni – Halla Tómasdóttir komin í annað sæti

Stórtíðindi í nýjustu skoðanakönnuninni – Halla Tómasdóttir komin í annað sæti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki