fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

„Við stöndum frammi fyrir helvíti á jörðu“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júní 2022 06:03

Úkraína er meðal stærstu kornframleiðenda heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru auknar líkur á mótmælum, óeirðum og pólitísku ofbeldi vegna matarskorts. Þetta sagði David Beasley, yfirmaður Matvælahjálpar SÞ, í Eþíópíu á fimmtudaginn.

Að sögn The Guardian sagði hann að hungur, mikill fjöldi förufólks og röskun á jafnvægi í mörgum ríkjum geti orðið afleiðingin ef ekki tekst að hindra að matvælaskortur verði á heimsvísu.

Flestir hafa eflaust tekið eftir því að matvæli og margt fleira hefur hækkað mikið í verði að undanförnu. Þetta á sér stað á heimsvísu. Ástæðuna má að vissu leyti rekja til heimsfaraldurs kórónuveirunnar en innrás Rússa í Úkraínu er þó aðallega um að kenna.

Ástæðan er að Rússar og Úkraínumenn standa fyrir um 30% af allri kornrækt heimsins og að Rússar hafa komið í veg fyrir að Úkraínumenn geti flutt korn úr landi.

Beasley flutti ávarp í Eþíópíu á fimmtudaginn um þetta. Þar sagði hann að eftir efnahagskreppuna 2007-2009 hafi óeirðir brotist út í 48 ríkjum vegna hækkunar á matvælaverði og hærri verðbólgu. Hann sagði að staða efnahagsmála í dag sé mun verri en hún var fyrir 15 árum. Nú þegar hafi komið til mótmæla og óeirða á Sri Lanka, Túnis, Pakistan, Perú og fleiri ríkjum.

Beasley sagði að þau lönd sem eru háð hveiti og korni frá Rússlandi og Úkraínu séu í sérstakri hættu hvað varðar óstöðugleika. „Þetta eru mjög, mjög erfiðir tímar. Við stöndum frammi fyrir helvíti á jörðu ef við gerum ekki eitthvað strax. Það besta sem við getum gert núna er að ljúka þessu helvítis stríði í Rússlandi og Úkraínu og opna hafnirnar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag