fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júní 2022 09:00

Hvalveiðar eru umdeildar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar þá telur meirihluti landsmanna að hvalveiðar skaði orðspor landsins og hafi lítinn efnahagslegan ávinning.

Það var Maskína sem gerði könnunina fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. Fréttablaðið skýrir frá þessu.

Fram kemur að 29,6% aðspurðra töldu að hvalveiðar hafi ekki áhrif og 6,1% að þær hafi góð áhrif. 64,3% sögðust telja þær skaða orðspor landsins.

33,2% sögðust hlynnt veiðum á langreyðum og 31,8% sögðust telja skynsamlegt að stunda hvalveiðar. 35% eru á móti þeim og 44,3% telja þær óskynsamlegar.

Hvað varðar ávinning fyrir efnahagslífið töldu 52,5% að hvalveiðar hafi lítinn ávinning en 21% töldu þær mikilvægar.

Þegar litið á viðhorf kynjanna þá voru 48% karla hlynntir hvalveiðum en aðeins 17% kvenna. Þegar litið er á aldur sögðust 45% 60 ára og eldi styðja veiðarnar en hjá fólki undir þrítugu var hlutfallið 15,5%.

Nánar er hægt að lesa um könnunina í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“