fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Gáfu Hollywood upp á bátinn og reru á ný mið

Fókus
Mánudaginn 6. júní 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum dreymir líklega að fá að njóta sín í sviðsljósinu. Fá að ganga í hóp þeirra ríku og frægu og leyfa frægðarsólinni að verma á sér andlitið. Svo eru til þeir sem hafa fengið tækifærið, en ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum. Hér förum við yfir örfá dæmi.

MC Hammer 

Rapparinn MC Hammer sló í gegn á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og gerði meðal annars frasann: „Stop, hammer time“ ódauðlegan. Þrátt fyrir þessa velgengni kunni hann illa að fara með peninga og endaði í gjaldþroti. Hann gafst þó ekki upp ráðalaus og í dag sinnir hann ýmsum verkefnum, svo sem að vera athafnastjóri í brúðkaupum, halda fyrirlestra í háskólum eða vinna við að þróa smáforrit.

Jeff Cohen 

Jeff Cohen sló í gegn í ódauðlegu barnamyndinni The Goonies. Hann ákvað þó að leggja ekki leiklistina fyrir sig heldur fór hann í háskóla, nam þar lögræði og starfar nú sem lögmaður sem er sérhæfður í skemmtanabransanum. Hann hefur meðal annars stofnað sína eigin lögmannsstofu og skrifað svo fyrir miðilinn The Huffington Post.

 

Rick Moranis 

Kanadíski leikarinn Rick Moranis varð nokkuð þekktur eftir að leika í myndum á borð við Litlu hryllingsbúðina, Elskan ég minnkaði börnin og Draugabönum. Sá hörmulegi atburður átti sér svo stað árið 1991 að Moranis missti eiginkonu sína og ákvað hann þá að leggjast í helgan stein til að einbeita sér að uppeldi barna sinna tveggja. Hann hefur þú undanfarinn áratug eða svo tekið að sér talsetningar.

Angus T. Jones

Angus TJones sló í gegn sem krakkinn í þáttunum Two and a Half Men. Eftir að framleiðslu þáttanna var hætt ákvað Jones að skipta um gír og gekk í raðir Kirkju sjöunda dags aðventista og vinnur við viðburðarstjórn.

 

Jack Gleeson 

Jack Gleeson fékk á sínum tíma fyrir því að hafa leikið eina hötuðustu persónuna í vinsælu þáttunum Game of Thrones, en þar lék hann konunginn Joffrey sem var í engu uppáhaldi meðal aðdáenda. Eftir krúnuleikana ákvað Gleeson að segja skilið við leiklistina þar sem hún væri ekki að færa honum sömu ánægjuna og hún gerði áður. Hann ákvað því að skrá sig i nám og læra heimspeki í háskóla.

 

Mara Wilson

Mara Wilson var barnastjarna sem lék í myndum á borð við Mrs. Doubtfire og Matilda. Þegar hún fór að eldast upp úr barnahlutverkunum vildu færri ráða hana í hlutverk og ákvað hún að róa á ný mið og hefur starfað sem rithöfundur, þó henni bregði þó við og við í Hollywood.

Gene Hackman

Gene Hackman ákvað eftir langan og farsælan feril í Hollywood að leggja skóna á hilluna og máta aðra skó. Hann sló í gegn í kvikmyndum á borð við The French Connection, The Royal Tenenbaums, Superman og svona mætti lengi halda áfram að telja.

Hans seinasta mynd kom út árið 2004 og eftir það sneri Hackman sér að skrifum og hefur notið nokkurrar velgengni þar. Hann skrifaði í félagi við annan þrjár sögulegar skáldsögur og svo hefur hann skrifað sjálfur einn vestra og eina spennusögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda