fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Hinn látni bjó í kjallaranum – Fyrrverandi nágranni segist hafa flutt úr úr húsinu vegna hins grunaða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. júní 2022 16:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nú staðfest að maðurinn sem lést eftir árás í húsi í Barðavogi á laugardagskvöld var íbúi í kjallaraíbúð hússins. Þetta kemur fram í frétt Vísis

Maðurinn var fæddur árið 1975 og var eigandi íbúðarinnar í kjallaranum.

Vísir ræðir við fyrrverandi nágranna mannsins, Skúla Þór Hilmarsson, sem flutti fyrir nokkru úr húsinu. Segir hann hluta af ástæðunni fyrir brottflutningum hafa verið óþægileg nærvera unga mannsins sem grunaður er um morðið. Sá er fæddur árið 2001.

„Þetta er ekki maður sem ætti að búa meðal annars fólks,“ segir Skúli í viðtali við Vísir.is. Segir Skúli að maðurinn hefði átt að fá viðeigandi aðstoð. „Ég reyndi alltaf að vera almennilegur við hann en hann var afar óþægilegur. Ein af ástæðunum fyrir að við fluttum úr húsinu var að dætrum mínum þótti svo óþægilegt að mæta honum og voru hræddar við hann.“

Fleira nágrannar hafa lýst manninum sem ógnvekjandi. DV ræddi við einn nágranna mannsins fyrr í dag:

Sjá einnig: Nágranni segir hinn grunaða hafa sýnt af sér ógnandi hegðun – „Þetta er hræðilegt en maður hefur verið að bíða eftir þessu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Í gær

Svipt ökuréttindum fyrir að aka á rúmlega 60 kílómetra hraða

Svipt ökuréttindum fyrir að aka á rúmlega 60 kílómetra hraða
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups