fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Hryllingur á Kleppjárnsreykjum – Þingmaður vill rannsókn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið fjölbreytta erindi Öfga um ofbeldi gegn konum og slaufun þolenda, sem haldið var á Kynjaþingi um síðustu helgi, hefur vakið mikla athygli þingmanns Pírata, Gísla Ólafssonar, sem hefur ákveðið að grípa til aðgerða vegna upplýsinga sem komu fram í erindinu.

Var þar meðal annars fjallað um vinnuhælið á Kleppjárnsreykjum en þangað voru stúlkur á hernámsárunum sem grunaðar voru um náið samneyti við erlenda hermenn. Gísli skrifar á Twitter:

„Hvatti til þess á þingi í dag að við  myndum endurvekja þingsályktun um rannsókn á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum gegn stúlkum „í ástandinu“. Vona að við finnum breiðan stuðning á haustþingi. Takk @ofgarofgar fyrir að vekja áhuga á þessu.“

Þingsályktun þessa efnis var lögð fram árið 2015 en leiddi ekki til þess að rannsókn væri hafin á vinnuhælinu.

Í erindi Öfga, sem sjá má í spilaranum hér neðst í fréttinni, segir að stúlkur sem fundnar voru sekar um náið samneyti við karlmenn hafi verið sendar á vinnuhælið á Kleppjárnsreykjum, en það var þyngsta refsingin fyrir slíkt brot. Voru stúlkur niður í 12 ára sendar þangað.

Þar voru stúlkur beittar miklu harðræði og áttu á hættu að þurfa að dúsa í myrkum kjallara í allt að þrjá daga í einu. Einnig voru þær sprautaðar niður með lyfjum. Í kjallaranum þar sem stúlkurnar voru lokaðar inni voru hlerar fyrir gluggunum, ein rúmdýna var á gólfinu og gólfið var iðandi í pöddum.

Hælið að Kleppjárnsreykjum var lagt niður eftir tíu mánaða starfsemi. Forstjóri hælisins var mótfallinn starfsemi þess og sagði í bréfi til stjórnvalda að vist stúlknanna á hælinu yrði til þess að þær misstu mannorð sitt.

Í erindi Öfga er rakið hvað mikil slaufun var fólgin í meðferðinni á stúlkunum sem voru útskúfaðar úr samfélaginu og mættu hatri vegna samskipta sinna við erlenda hermenn.

Erindið má sjá og heyra í spilaranum hér fyrir eða en þar birtist allt Kynjaþingið. Erindi Öfga nær frá byrjun og fram til mínútu 59 en umfjöllun um stúlkur „í ástandinu“ og vinnuhælið að Kleppjárnsreykjum hefst á sirka 20:47.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Í gær

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“