fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Rútuskortur háir ferðaþjónustunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júní 2022 07:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar neyddust mörg ferðaþjónustufyrirtæki til að selja rútur sínar. Það er að koma í bakið á geiranum í dag því mikill skortur er á rútum og mun hann gera að verkum að ekki munu allir þeir erlendu ferðamenn, sem vilja fara í ferðir innanlands, geta fengið óskir sínar uppfylltar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að töluvert hafi verið um að stórir bílar, þar á meðal rútur, hafi verið seldir úr landi í faraldrinum. Nú er ferðaþjónustan hins vegar að taka hraðar við sér en nokkur sá fyrir og þá stefnir í skort á rútum.

Stefán Gunnarsson, forstjóri Guðmundar Jónassonar ehf., sagði í samtali við Fréttablaðið að það sé brjálað að gera, bæði við flutning á fólki og einnig sé uppselt á mörgum hótelum víða um land í sumar.

„Við gengum í gegnum Covid, svo urðu launahækkanir og nú kemur mikil hækkun á aðföngum, ekki síst eldsneyti. Þetta hafa verið brekkur en sem betur fer er ferðaþjónustan að taka ótrúlega vel við sér,“ sagði hann.

Svo góður gangur er í þessu að ekki er öruggt að hægt verði að anna eftirspurn erlendra ferðamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“