fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Gummi kemur Ingó bróður sínum til varnar – „Hann er samt ekki barnaníðingur né nauðgari“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 15:44

Ingólfur og Guðmundur - Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Þórarinsson, atvinnumaður í knattspyrnu og tónlistarmaður, kemur bróður sínum, Ingólfi Þórarinssyni, eða Ingó Veðurguði eins og hann er gjarnan kallaður, til varnar í færslu sem hann birti í svokallað „story“ hjá sér á Instagram-síðu sinni. Ingólfur laut í lægri haldi fyrir Sindra Þór Hilmars- og Sigríðarssyni í Héraðsdómi í gær en sá fyrrnefndi kærði þann síðarnefnda fyrir meiðyrði.

Sjá einnig: Hvers vegna var Sindri sýknaður? – Dómurinn birtur

Í færslunni sem um ræðir byrjar Guðmundur á því að benda á að bróðir hans á afmæli í dag en Ingólfur á 36 ára afmæli í dag. Næst talar hann um að Ingólfur hafi ekki alltaf verið til fyrirmyndar. „Hann hefur marga fjöruna sopið, og ekki alltaf verið til fyrirmyndar og farið rétt með sína velgengni á sínu sviði,“ segir Guðmundur.

„Hann er samt ekki barnaníðingur né nauðgari og það er ekki í lagi að hópur af fólki kasti slíku fram á netið án sannana aftur og aftur. Málefnið er flott en það þarf heilbrigða einstaklinga til að stjórna þeirri umræðu. Hann hefur oft verið til fyrirmyndar, skemmt fólki, afrekað frábæra hluti og alla tíð verið góður bróðir.“

Guðmundur segir að sem náinn aðstandandi Ingólfs hafi oft verið „óraunverulegt og mjög erfitt“ að horfa upp á mál hans. Þá segist Guðmundur geta komið með „svo margar fallegar sögur af bróður sínum“ þar sem hann kemur vel fram við annað fólk. Hann segir þær sögur sýna hver Ingó er sem manneskja.

„Ég gef engan afslátt við hann (eða aðra vini og vandamenn) þegar kemur að hans breyskleika og baráttu við sjálfan sig. En fólk á ekki að kalla annað fólk hvað sem er á netinu eins og ekkert sé.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Í gær

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur