fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Skilaboðin í bakpoka litla úkraínska drengsins nístu í hjartastað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. maí 2022 07:00

Úkraínskir flóttamenn við komuna til Póllands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku heimsótti Kira Rudyk, úkraínsk þingkona, Bretland. Hún ræddi meðal annars við Ben Wallace varnarmálaráðherra. Í gær ræddi hún við Sophy Ridge, fréttakonu hjá Sky News, og sagði henni meðal annars átakanlegar sögur af úkraínskum börnum sem hafa hrakist að heiman vegna stríðsins.

Hún sagði meðal annars frá því að í Maríupól hafi margir foreldrar neyðst til að láta börn sín í hendur ókunnugra og hafi drengirnir fengið bláa bakpoka með sér og stúlkurnar bleika. „Þau settu litla miða í þá og afhentu síðan ókunnugu fólki börnin til að tryggja öryggi þeirra. Þau sögðu „komið þeim bara í öryggi“ og sögðu börnunum að hvað sem gerðist skyldu þau halda fast í bakpokana sína,“ sagði hún.

„Í flóttamannamiðstöðinni ertu að faðma þessi börn og segja þeim að láta þig fá bakpokann, „láttu mig fá hann, opnum hann og sjáum hvað er í honum“. Hann segir „nei, mamma sagði mér að gera það ekki, mamma sagði mér að gera það ekki“ og „mun ég sjá mömmu aftur?“ Síðan opnar þú bakpokanna, svipað gerðist örugglega í síðari heimsstyrjöldinni, og þau höfðu skrifað smá skilaboð: mamma elskar þig, þetta er skírnarnafnið, þetta er fjölskyldunafnið, þetta eru skjölin hans, þetta er heimilisfangið og vinsamlegast tryggðu öryggi hans,“ sagði hún og bætti við: „Það er það sem ég vil gera fyrir úkraínsk börn, tryggja öryggi þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Í gær

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“
Fréttir
Í gær

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna