fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

„Óhugnanleg staða“ í Langholtshverfi

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 29. maí 2022 17:30

Langholtshverfi - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Skjáskot/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Núna er komin upp sú óhugnanlega staða í hverfinu að grunur er um að eitrað hafi verið fyrir ketti í vikunni.“

Svona hefst færsla sem birt var í Facebook-hópi íbúa í Langholtshverfi í gærkvöldi. Sá sem birti færsluna er íbúi í hverfinu en hann segir í samtali við DV að búið sé að tilkynna um málið til yfirvalda. Þá segir hann að dýralæknir hafi krufið köttinn að beiðni Matvælastofnunar og að dýralæknirinn telji að kötturinn hafi innbyrt eitur.

„Líklega hefur kötturinn borðað hráan kjúkling með eitri. Þetta er ekki bara hættulegt köttum, heldur getur þetta verið hættulegt hundum og börnunum okkar,“ segir í færslunni sem birt var í Facebook-hópnum. „Ég bið ykkur því að hafa augun opin ef þið eruð á ferðinni um hverfið og tilkynna/fjarlægja ef þið verðið vör grunsamlegt æti (til dæmis fisk eða kjúkling) á víðavangi.“

Ljóst er að íbúum í hverfinu er brugðið vegna þessa en í athugasemdunum við færsluna er þeim sem ber ábyrgð á eitrinu bölvað. „Hrein og klár geðveiki. Manneskjan á heima á geðdeild,“ segir til að mynda einn íbúi í hverfinu í athugasemdunum við færsluna. „Hver gerir svona?“ spyr svo annar íbúi. „Viðurstyggileg mannvonska,“ segir svo enn annar íbúi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“