fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Björn Ingi veltir því fyrir sér hvort Davíð Þór ætti ekki bara að vera stjórnmálamaður – „Ekki gera þetta sem prestur“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 29. maí 2022 13:18

Björn Ingi Hrafnsson og séra Davíð Þór Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, og Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, voru gestir í útvarpsþættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag og ræddu um færslu séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, en færslan olli miklu fjaðrafoki í vikunni.

Bára skrifaði pistil um málið í vikunni og útskýrir í þættinum hvers vegna hún ákvað að skrifa hann. Bæði þingflokksformaður VG og framkvæmdastjóri þingflokksins tjáðu sig um þessi orð og sögðu að um hatursorðræðu væri að ræða. Þarna var ég bara ósammála því mér finnst að við eigum að taka hugtök alvarlega og hvernig við notum þau. Hugtakið hatursorðræða er mjög vel skilgreint og því fannst mér ástæða til þess að gera athugasemdir við hvernig þau töluðu um það,“ segir Bára.

Þá fer hún yfir skilgreininguna á hatursorðræðu og segir að mikill munur sé á hatursorðræðu og því sem séra Davíð sagði. „Þarna finnst mér vera rosalega mikill munur á því að vera dónalegur á netinu, eins og sumum fannst kannski Davíð Þór vera, en hatursorðræða var þetta ekki. Þú getur ekki verið með hatursorðræðu gagnvart stjórnvaldi, hann var að tala um flokk sem er í ríkisstjórn, mjög valdamikinn flokk.“

Björn Ingi tekur þá til máls en honum finnst Davíð hafa farið langt yfir strikið. Hann er þó sammála Báru um að ekki sé um hatursorðræðu að ræða. Björn Ingi útskýrir þá sem honum fannst ekki í lagi við færsluna hans Davíðs. „Hann sagði að það væri til sérstakur staður í helvíti fyrir þá sem seldu sál sína fyrir vegtyllur og völd. Þarna fannst mér hann ganga mjög langt,“ segir Björn Ingi.

Þá bendir hann á að Davíð hefur verið áberandi í umræðum um ríkisstjórnina en hann hélt til dæmis tölu á mótmælum vegna sölunnar á Íslandsbanka.

„Á einhverjum tímapunkti er ekkert óeðlilegt að maður velti því fyrir sér hvort Davíð Þór ætti ekki bara að vera stjórnmálamaður og láta reyna á vinsældir sínar þar, láta rödd sína heyrast þar. En ekki gera þetta sem prestur því það er öðruvísi þegar prestur segir að þú eigir víst í helvíti skilið og að ríkisstjórn Íslands sé fasistastjórn. Það er að mínu mati mikil vanvirðing við þá íbúa heimsins sem búa í fasistaríkjum, það er ekkert grín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið