fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Segir viðbúið að húsaleiga hækki á næstunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. maí 2022 06:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sé litið til almenns verðlags án húsnæðis, launa og verðs á íbúðarhúsnæði þá hefur leiguverð ekki hækkað að raunvirði á síðustu tveimur árum. En það er viðbúið að það breytist á næstunni.

Þetta er haft eftir Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í Morgunblaðinu í dag. Hún sagði að leiguverð geti hækkað, ekki síst vegna þess að þörf sé á talsverðu af innfluttu vinnuafli og þurfi það fólk að búa einhvers staðar. Auk þess muni flóttamannastraumur valda auknum þrýstingi á leigumarkaðinn.

Hún sagði að það eina sem muni raunverulega lækka húsnæðiskostnað sé aukið framboð. Ekki síst ef hægt væri að byggja hraðar og nákvæmar.

Verkalýðshreyfingin hefur að undanförnu vakið athygli á stöðu leigjenda og bent á að á síðasta ári hafi þeir varið 45% ráðstöfunartekna sinna í leigu en hlutfallið hafi verið 40% 2019.

Anna sagði bæði óskynsamlegt og óframkvæmanlegt að miða leiguverð við ákveðið hlutfall af ráðstöfunartekjum. Leiguverð ráðist af aðstæðum á húsnæðismarkaði og byrði húsnæðiskostnaðar sé afleiðing af þróun undirliggjandi þátta á borð við launa, skatta og verðs þess húsnæðis sem fólk kýs að búa í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“