fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Rússar sagðir leggja allt í sölurnar til að ná Luhansk

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. maí 2022 08:00

Rússneskir hermenn í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vikum saman hafa rússneskar hersveitir beint kröftum sínum að Donbas þar sem Luhansk er. Það byrjuðu þær að gera eftir að þeim mistókst að ná höfuðborginni Kyiv á sitt vald. Serhij Hajdaj, héraðsstjóri í Luhansk, segir að staðan sé mjög erfið því rússneski herinn beiti nú öllum hersveitum sínum við að ná Luhansk.

Þetta segir hann í myndbandi á Telegram. Rússneskar hersveitir nálgast nú borgirnar Sjevjerdonetsk og Lysytjansk en þær eru hernaðarlega mikilvægar vegna legu sinnar. Hajdaj segir í myndbandinu að Rússar séu einfaldlega að eyðileggja borgirnar því þeir láti sprengjum rigna yfir þær daglega.

Níu manns létust í sprengjuárás Rússa á Kharkiv, næst stærstu borg Úkraínu, í gær en Rússum hefur ekki tekist að ná henni á sitt vald. Fimm almennir borgarar létust í árásum Rússa í suðurhluta Donetsk í gær að sögn héraðsstjórans.

Bardagar í Donbas hafa farið harðandi síðustu daga og virðast Rússar vera að bæta í sóknarþungann. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur látið óánægju sína í garð Vesturlanda í ljós á síðustu dögum og segir að þau útvegi Úkraínumönnum ekki vopn nægilega hratt. Hann sagði Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, að þörf væri á þungavopnum „eins fljótt og hægt er“.

Hershöfðingi í úkraínska hernum sagði í gær að rússnesku hersveitirnar hafi nú undirtökin í Luhansk en Úkraínumenn verjist enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Enn hlýrra loft í kortunum í dag

Enn hlýrra loft í kortunum í dag