fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Er þrautagöngunni lokið? Þriðji dómurinn fallinn í máli konu sem slasaðist á veitingastað á Akureyri árið 2015

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 14:50

Frá Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær dóm í skaðabótamáli konu einnar sem slasaðist á veitingastaðnum Bryggjunni á Akureyri í september árið 2015. Málið hefur áður farið fyrir héraðsdóm og Landsrétt. Óvíst er hvort því er lokið núna því eigendur Bryggjunnar gætu átt eftir að áfrýja dómnum.

Atvikið var þannig að konan var á leið inn á veitingastaðinn með fjölskyldu sinniog hélt í útidyrahurðina þegar vindhviða feykti upp hurðinni. Við það féll konan aftur fyrir sig og datt niður þrjár tröppur. Skall hún við það með hnakkann í gangstétt.

Konan slasaðist svo alvarlega við þetta að kalla þurfti sjúkraflutningamenn á vettvang auk lögreglu. Er ágreiningslaust að hún hlaut mikið líkamstjón af slysinu og liggur þar til grundvallar mat sérfræðings í bæklunarskurðlækningum.

Ágreiningur var hins vegar um hvort veitingahúsið bæri ábyrð á atvikinu vegna þess að hurðapumpa í útidyrahurðinni var ótengd. Konan gerði sjálfkrafa ráð fyrir því að hurðin hefði til að bera þann stífleika að hún fyki ekki upp en þar sem pumpan var óvirk var svo ekki. „Var talið að vátryggingartaki hefði sýnt af sér saknæma vanrækslu með því að tengja ekki hurðarpumpuna þannig að viðskiptavinir veitingastaðarins gætu hagað sér í samræmi við þann búnað sem birtist þeim í anddyri staðarins,“ segir í texta Landsdóms um þetta.

Forsvarsmenn veitingastaðarins töldu ósannað að pumpan hefði verið ótengd og jafnvel þó svo hefði verið þá væri ekki skylt að hafa hurðapumpu í því skyni að hindra að hurð fjúki upp heldur aðeins til að koma í veg fyrir að hurð skellist aftur, sbr. ákvæði í byggingarreglugerð.

Héraðsdómur féllst á kröfu um bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu veitingastaðarins í dómi sínum í apríl í fyrra en Landsréttur ómerkti þann dóm ári síðar. Landsréttur byggði niðurstöðu sína á því engin sérfræðigögn liggi fyrir sem sýni hverju það hefði breytt um þetta atvik ef pumpan hefði verið tengd þegar atburðurinn varð. Hafi héraðsdómara borið skylda til að kveða til meðdómsmann þar sem honum hafi verið ókleift að kveða upp úr um þetta vafaatriði sjálfur.

Niðurstaða Landsréttar leiddi til þess að rétta þurfti aftur í málinu fyrir héraðsdómi. Héraðsdómur Reykjavíkur komst síðan að þeirri niðurstöðu í gær að eigendur Bryggjunnar væru bótaskyldir gagnvart konunni og hún hefði rétt á greiðslu úr ábyrgðartryggingu þeirra hjá Vátryggingafélagi Íslands.

Í dómsniðurstöðunni segir meðal annars:

„Engin sérfræðileg gögn liggja fyrir um umrædda hurðarpumpu en henni hafði ásamt hurð verið fargað áður en málið var höfðað þannig að ekki var unnt að skoða þær, svo sem með vettvangsgöngu. Sönnunarfærsla í einkamáli lýtur að umdeildum málsatvikum, sbr. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991. Aftur á móti þarf ekki að sanna atvik sem ekki ríkir ágreiningur um. Aðilum ber ekki saman um hver tilgangur hurðarpumpu er almennt séð. Aftur á móti er enginn ágreiningur um það að slík pumpa hefði haft viss áhrif á virkni umræddrar hurðar. Nánar tiltekið var í þinghaldi 15. mars 2021 færð til bókar yfirlýsing lögmanns stefnda um að ágreiningslaust væri að hurð með hurðarpumpu yrði „stífari“ þegar ljúka ætti henni upp en ekki aðeins þegar dyrunum væri lokað. Við þá yfirlýsingu er stefndi bundinn auk þess sem dómurinn, sem skipaður er sérfróðum meðdómsmanni, telur þá ályktun rökrétta. Er það raunar mat dómsins að sá stífleiki sem pumpan veitir hefði skipt sköpum og getað komið í veg fyrir slys stefnanda. Liggur því fyrir orsakasamhengi á milli slyss stefnanda og þeirrar staðreyndar að hurðarpumpan var ótengd umrætt sinn. Eins og áður segir ber stefndi fyrir sig að tilgangur hurðarpumpu sé einungis sá að koma í veg fyrir að hurð skellist aftur. Dómurinn fellst ekki á þetta mat stefnda en í öllu falli hvíldi sú skylda á vátryggingartaka vegna alls þess sem áður er rakið að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að hurðin fyki til. Vátryggingartaki gætti þess aftur á móti ekki að hafa hurðarpumpuna tengda. Þetta ber að meta honum til saknæmrar vanrækslu sem rekstraraðila veitingastaðar og eiganda atvinnuhúsnæðis þar sem almenningi bauðst að kaupa veitingaþjónustu, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 8. júní 2006 í máli nr. 517/2005.“

 

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“