fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Segir dóminn yfir Gísla Haukssyni vegna heimilisofbeldis vera letjandi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 07:59

Gísli Hauksson, einn stofnanda GAMMA, var sakfelldur fyrir heimilisofbeldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum þá var Gísli Hauksson, fyrrverandi forstjóri og annar stofnandi GAMMA, dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi í síðustu viku fyrir heimilisofbeldi sem hann beitti fyrrverandi sambýliskonu sína. Hann var einnig dæmdur til að greiða henni 500 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað.

Dómurinn er umfjöllunarefni leiðara Fréttablaðsins í dag en hann skrifar Björk Eiðsdóttir. Hún rifjar upp að Gísli hafi verið sakfelldur fyrir að hafa beitt þáverandi sambýliskonu sína ofbeldi sem varð til þess að hún fann sig tilneydda til að flýja heimilið um miðja nótt, berfætt og aðeins með svefnpoka meðferðis. „Ef Gísli brýtur ekki af sér næstu tvö árin mun hann aldrei sitja í fangelsi í þessa tvo mánuði sem dómurum þótti hæfileg refsing og skilorðsbundu. Hann mun því líklega aldrei sæta refsingu fyrir þann skaða sem hann olli konu sem eitt sinn treysti honum og deildi með honum lífi,“ segir Björk og bætir við að hálfa milljónin í miskabætur séu hneisa, lögmaður konunnar hafi farið fram á þrjár milljónir sem sé ekki há upphæð en hefði hugsanlega haft eitthvað að segja í þann kostnað sem konan þurfti að standa straum af þegar hún missti heimili sitt skyndilega.

Björk víkur síðan að því sem var talið koma til refsilækkunar: „Sakfelldi var ekki með brotasögu og játaði brot sitt. Það gerði hann þó ekki fyrr en fyrir dómi. Ekki við skýrslutöku lögreglu og aldrei á því eina og hálfa ári sem leið frá því kæra var lögð fram og þar til málið var dómtekið. Aldrei. Slík var iðrunin.“

Í niðurlagi greinarinnar segir hún að konan, þolandinn, hafi skýrt frá því eftir að dómur féll að ítrekaðar neitanir hans hafi margfaldað vanlíðan hennar og að hún hafi sagt að kæruferlið hafi á margan hátt gert upplifunina af ofbeldinu verri. „Það þarf kjark, úthald og fjármagn til að stíga fram og kæra ofbeldi af þessu tagi. Dómar eins og sá sem hér hefur verið tíundaður eru lítil hvatning til þess að leggja slíkt á sig og sína,“ segir Björk síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“