fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 09:55

Eldgos í Geldingadölum ó fyrra. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir  jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi á hverjum sólarhring síðustu daga. Skjálftamynstrið er svipað og þegar gaus í Geldingadölum við Fagradalsfjall á síðasta ári.

Þetta hefur Fréttablaðið eftir Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann sagði að miðað við fyrri reynslu telji hann að einhverjir mánuðir séu í að það gjósi.

Hann sagði skjálftavirknina vera svipaða og þá sem var áður en gaus í Geldingadölum. „Þetta er svipað mynstur og hugsanlegt að við séum að sjá sömu hlutina gerast. Það eru náttúrulega mestu líkurnar á að það verði gos í grennd við þar sem skjálftavirknin hefur verið hvað mest, á stöðum líkt og Eldvörpunum, sem eru rétt vestan við Grindavík og í Þorbirni, þar sem landið hefur verið að rísa. Svo er einnig búin að vera skjálftavirkni rétt við Sveifluhálsinn og við Kleifarvatn,“ sagði hann. Hann sagðist telja ólíklegt að það gjósi á öllum þessum stöðum í einu.

Hvað varðar stærð hugsanlegs eldgoss sagðist hann telja að það verði hugsanlega meðaleldgos, jafnvel lítið gos á einum stað.

Hvað varðar undanfara goss sagði hann að gos komi ekki fyrirvaralaust. „Við myndum vita af því. Mestar líkur eru á svipuðum atburðum og rétt fyrir gosið í Geldingadölum. Ef kemur til goss á einhverjum þessara staða myndi skjálftavirknin stóraukast og afmarkast við staðinn þar sem kvikan er að brjóta sér leið til yfirborðs,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að reikna megi með gosum á Reykjanesskaga ótt og títt á næstu áratugum. „Eldgosið í Fagradalsfjalli var mjög kurteis viðvörun, því við vitum að það geta verið öflugri gos á Reykjanesskaga,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“