fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Oliver Stone eyddi tveimur árum með Pútín – Nú leysir hann frá skjóðunni um veikindi hans

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 06:37

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn heimsfrægi bandaríski óskarsverðlaunaleikstjóri Oliver Stone þekkir ansi vel til Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, eftir að hafa tekið fjölda viðtala við hann á árunum 2015 til 2017.

Af þeim sökum þekkir hann nokkuð til heilsufars Pútíns. Í nýju hlaðvarpi segir Stone að Pútín hafi áður verið með krabbamein. Metro skýrir frá þessu.

Miklar vangaveltur hafa verið um heilsufar Pútíns allt frá því að hann fyrirskipaði rússneska hernum að ráðast inn í Úkraínu aðfaranótt 24. febrúar. Hefur því verið velt upp að hann sé hugsanlega með krabbamein eða Parkinsonssjúkdóminn.

Oliver Stone. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

 

„Munið að Pútín var með krabbamein. En hann hefur einnig verið einangraður vegna COVID,“ sagði Stone við þáttastjórnandann Lex Fridman.

Hvað varðar hugsanlegan misreikning Pútíns á innrásinni í Úkraínu sagði Stone að hann hafi „kannski misst sambandið, sambandið, við fólk“.

Hann sagði óljóst hvort Pútín hafi fengið réttar leyniþjónustuupplýsingar.

Ummæli Stone um krabbamein Pútíns vekja upp hugleiðingar um hvort krabbameinið hafi tekið sig upp á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings