fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Hakkararnir lýsa yfir öðru stríði

Pressan
Mánudaginn 23. maí 2022 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hakkarahópurinn Anonymous hefur látið til sín taka gegn Rússum frá því að innrásin í Úkraínu hófst. Hafa þeir lýst því yfir að þeir séu í stríði gegn forseta Rússlands, Vladimir Pútín.

Nú hefur hópurinn lýst yfir öðru stríði. Að þessu sinni gegn rússneska hakkarahópnum Killnet sem nýlega gerði umfangsmikla árás á stofnanir í Evrópu, en Anonymous eru ósáttir við yfirlýsingar Killnet þar sem þeir monta sig af getu sinni.

Killnet réðst í síðustu viku gegn fjölda vefsíðna ítalskra stofnana og ráðuneyta.

Fljótlega eftir stríðsyfirlýsinguna tilkynntu Anonymous að þeim hafi tekist að loka fyrir umferð á opinberu Killnet síðuna.

Killnet svöruðu þá fyrir sig með því að ráðast gegn pólskum yfirvöldum og birtu lista af skotmörkum á samskiptamiðlinum Telegram.

Killnet hótaði einnig fyrr í þessum mánuði að ráðast gegn öndunarvélum á breskum sjúkrahúsum til að svara fyrir handtöku á einum meðlima sinna.

Hópurinn ætlaði sér einnig að koma í veg fyrir sigur Úkraínu í Eurovision-söngvakeppninni, en talið er að netöryggissveit ítölsku lögreglunnar hafi komið í veg fyrir þær fyrirætlanir. Í kjölfarið lýsti Killnet yfir stríði gegn 10 löndum, Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Lettlandi, Rúmeníu, Litháen, Eistlandi, Póllandi og Úkraínu. Gaf hópurinn þá skýringu að þessi lönd hafi orðið fyrir valinu vegna stuðnings þeirra við „nasista“ og „fordóma gegn Rússum“ en þau hugtök eru notuð af rússneskum áróðurssmiðum um þá sem styðja við Úkraínu.

Netöryggisstofnanir í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu, Kanada og Nýja Sjálandi gáfu nýlega út viðvörun til stofnanna í þjóðum sem hafa fordæmt innrásina í Úkraínu þar sem sagði að þær ættu á hættu að verða fyrir netárásum frá hópum sem styðja við Rússland.

Anonymous á Ítalíu hafa boðað risaárás á Killnet. Þessari fyrirhuguðu árás er lýst sem „einni af þeim stærstu fyrr eða síðar“ þó er enn óljóst í hverju árásin mun felast en hún er sögð hafa hafist aðfaranótt laugardags. Hópurinnn tilkynnti að minnst 100 hakkarar taki þátt í árásinni. Ekki hefur heldur verið gefið upp hverju árásin beinist að en hópurinn segir að búast megi við „miklum skaða fyrir Rússa.“

Fordæmalaus fjöldi netárárása hefur átt sér stað í heiminum undanfarna mánuði, í kjölfar innrásarinnar,

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus