fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Framsóknarmenn sagðir pirraðir á klækjastjórnmálum í borginni – „Við getum vel verið í minnihluta líka“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. maí 2022 09:00

Einar Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og skýrt var frá í gær virðast ekki margir kostir vera uppi um myndun borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík eftir að Viðreisn lokaði svo gott sem á samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir að hafa sagt það mögulegt dagana á undan. Hvatti Viðreisn Framsóknarflokkinn til að hefja formlegar meirihlutaviðræður við bandalag gömlu meirihlutaflokkanna.

Ákveðin óánægja er með þetta innan Framsóknarflokksins að sögn Morgunblaðsins. Segir blaðið að innan flokksins sé fólk á báðum áttum um framhaldið. Bent hafi verið á að helsta kosningamál flokksins hafi verið að gera breytingar í borgarstjórn og erfitt geti reynst gagnvart kjósendum flokksins að hlaupa beint í fangið á gamla meirihlutanum. „Þá þyrfti vægi Framsóknar augljóslega að vera mjög mikið og sýnilegt,“ er haft eftir heimildarmanni innan flokksins.

Morgunblaðið segir að það fari ekki síður í taugarnar á fólki að gamli meirihlutinn sé að þröngva Framsókn í meirihlutasamstarf með „klækjastjórnmálum“. Sá er það sagði sagði að flokkurinn sé ekki skuldbundinn til að fara í meirihlutasamstarf við gömlu meirihlutaflokkana bara vegna þess að þeir útiloki aðra kosti. „Við getum vel verið í minnihluta líka,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“