fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Fjölskyldufólk í Breiðholti sem sakfellt var fyrir stórfellt peningaþvætti sýknað í Landsrétti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. maí 2022 14:50

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjón á fimmtugsaldri sem búa í Fellahverfinu í Breiðholti voru árið 2019 ákærð fyrir stórfellt peningaþvætti. Var þeim gefið að sök að hafa á fjögurra ára tímabili „tekið við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum allt að fjárhæð 60.251.867 krónur,“ eins og segir í ákæru.

Rannsókn lögreglu á fjármunum hjónanna sýndi fram á rekjanlegar tekjur þeirra á tímabilinu upp á tæplega 38 milljónir króna en rekjanleg útgjöld, innistæður og haldlagt reiðufé nema hátt í 100 milljónum króna.

Neikvæður lífeyrir hjónanna er reiknaður yfir 60 milljónir króna og tókst þeim ekki að gera grein fyrir því hvernig þau hafa getað aflað þess fjár sem út af stendur í þessum útreikningum. Maðurinn sagðist hafa aflað fjárins í spilakössum. Hann var handtekinn árið 2017 fyrir hlutdeild í stóru fíkniefnamáli. Við húsleit fundust umtalsverðir fjármunir í peningaseðlum, bæði íslenskum krónum og evrum – svo nemur milljónum.

Sumarið 2020 voru hjónin sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir peningaþvætti. Maðurinn var dæmdur í 8 mánaða fangelsi og konan í 3ja mánaða.

Síðastliðinn föstudag sneri Landsréttur við þessum dómi og sýknaði hjónin. Var það mat Landsréttar að ákæra héraðssaksónara sé gölluð og valdi því að vísa þurfi málinu frá dómi.

Í dómi héraðsdóms voru ekki færðar sönnur á hvernig hjónin öfluðu milljónanna 60 sem standa út af borðinu. Þau héldu sig við spilakassasöguna en rannsókn á meintum fíkniefnabrotum mannsins, þar sem héraðssaksóknari telur fjármunanna hafa verið aflað, er ólokið og óvíst hvort það mál verið nokkurn tíma leyst.

Dóm Héraðsdóms og Landsréttar má lesa hér

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi