fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Sjáðu hvað flokkarnir eyddu miklu í Facebook auglýsingarnar

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 15. maí 2022 11:39

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningabaráttur hafa breyst til muna síðan samfélagsmiðlarnir komu til sögunnar. Þegar styttast fer í kosningar fara auglýsingarnar að flæða inn á alla helstu samfélagsmiðlanna og þá sérstaklega Facebook. Það er þó misjafnt hversu miklu stjórnmálaflokkarnir eru tilbúnir að eyða í auglýsingar á Facebook – sumir treysta kannski ennþá á gömlu góðu skiltin fram yfir þessa nýmóðins tækni.

Það getur reynst ansi flókið að komast að því hvað flokkarnir eyða samtals miklu í skiltin sín en heldur auðveldara er að sjá hvað þeir eyða í Facebook auglýsingar. Þær upplýsingar eru nefnilega gefnar út af Meta, fyrirtækinu sem stýrir Facebook.

Í upplýsingum frá þeim má sjá að flokkarnir eyddu ágætis upphæðum til að auglýsa á Facebook. Flokkur fólksins er þó með þá Facebook-síðu sem eyddi mestu í auglýsingar frá 12. apríl til 11. maí. Síðan þeirra keypti auglýsingar fyrir tæplega eina og hálfa milljón á þessu tímabili. Næstmestu eyddi Facebook-síða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, 1,15 milljón.

Facebook-síða Samfylkingarinnar í Reykjavík fylgir svo fast á eftir en hún keypti auglýsingar fyrir 973 þúsund. Framsókn í Reykjavík keypti auglýsingar fyrir 656 þúsund krónur og Vinstri hreyfingin – grænt framboð eyddi 580 þúsund krónum. Píratar notuðu 525 þúsund krónur í sínar Facebook-auglýsingar og Sósíalistaflokkurinn notaði 435 þúsund.

Hér fyrir neðan má sjá hvað Facebook-síður framboðanna í Reykjavík eyddu miklu:

Hér fyrir neðan má sjá hvað Facebook-síður stjórnmálaflokkanna sjálfra eyddu miklu:

 

Ekki er hægt að sjá strax hversu miklu flokkarnir eyddu á síðustu þremur dögunum fyrir kosningar þar sem þær upplýsingar hafa ekki enn verið gefnar út. Líklega fóru þó margir að spýta í lófana þá þegar kemur að auglýsingum og verður spennandi að sjá þegar þær niðurstöður birtast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs