fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Trump þráspurði um þetta – „Þetta var svo heimskulegt“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. maí 2022 18:00

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var svo heimskulegt að maður getur næstum ekki talað um þetta.“ Svona lýsti einn starfsmaður Donald Trump upplifun sinni þegar hann starfaði fyrir Trump í Hvíta húsinu.

Þetta kemur fram í umfjöllun Rolling Stones þar sem því er lýst hversu upptekin Trump var af ákveðnu máli í upphafi kjörtímabilsins. Hann er sagður hafa nánast „yfirheyrt“ embættismenn og öryggisráðgjafa um málið.

Þetta hugðarefni hans var hvort Kínverjar hefðu yfir leynilegri tækni að ræða, jafnvel vopni, sem gæti myndað öfluga fellibylji sem þeir gætu sent í átt að Bandaríkjunum. Og ef svo væri, hvort Bandaríkin gætu litið á það sem árás og goldið í sömu mynt.

Þetta er sagt hafa verið ofarlega í huga Trump 2017 og hafi hann haft orð á þessu öðru hvoru 2018. „Ég taldi hann ekki vera að grínast,“ sagði einn heimildarmaður Rolling Stones.

Annar heimildarmaður sagði: „Ég var eitt sinn viðstaddur þegar hann spurði hvort Kínverjar gætu búið til fellibylji sem væri hægt að nota gegn okkur. Einn viðstaddra sagði: „Ekki eftir því sem ég best veit, herra.“. Ég reyndi bara að halda andlitinu þar til ég kom aftur inn á skrifstofuna mína. Ég veit ekki hvar hann heyrði um þetta.“

En Trump missti ekki allan áhuga á fellibyljum eftir 2018 því ári síðar er hann sagður hafa spurt hvort hægt væri að nota kjarnorkusprengjur gegn fellibyljum og leysa þá þannig upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat